Rennihurðaskápar fyrir skrifstofuna
Vel skipulagt vinnurými stuðlar að betri afköstum, einbeitingu og skilvirkni. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að starfsfólk hafi aðgang að góðu geymsluplássi. Ef þú ert að leita að leiðum til að spara pláss á skrifstofunni eru rennihurðaskápar fullkomin lausn. Snjöll hönnun þeirra gerir að verkum að hurðirnar renna inn í skápinn í stað þess að opnast út á við svo þú getur jafnvel notað þá í þröngum rýmum.Fyrirferðalítil skrifstofuhúsgögn
Rennihurðaskápar henta mjög vel til að geyma ýmsar skrifstofuvörur, skjalakassa og möppur. Þú getur stillt upp nokkrum einingum hlið við hlið frammi á gangi, til dæmis. Það er einnig hægt að fá aukahillur til að laga skápinn betur að þínum þörfum.Sveigjanlegar geymslulausnir fyrir vinnustaðinn
Skipulag og skilvirkni eru meginstoðirnar í öllum fyrirtækjum og það verður engin skilvirkni án góðs skipulags. Við erum með hágæða rennihurðaskápa sem eru hannaðir til að hægt sé að laga þá að þínum þörfum. Þeir eru með stillanlega fætur, sem gerir þá stöðuga á ósléttum gólfum, innfelld handföng og sílinderlás með tveimur lyklum. Klassísk hönnun þeirra gerir að verkum að þeir falla vel að flestum aðstæðum, þar á meðal skrifstofum, kennslustofum og skjalageymslum og auðvelt er að setja þá saman við aðra innanstokksmuni. Frá litlum skápum til stórra
Rennihurðaskáparnir okkar eru fáanlegir í mismunandi stærðum þannig að þú getur fundið skáp sem passar við þitt skrifstofurými. Fyrir utan ólíkar stærðir eru einnig mismunandi litir í boði sem falla vel að innviðum flestra skrifstofa. Aðrir valkostir við skápa með rimlarennihurð
Við erum einnig með aðra valkosti fyrir rými þar sem plássið er lítið, eins og skápa með rennihurðir. Öfugt við hefðbundna skápa með hurðir sem opnast út eru rennihurðaskáparnir okkar með mikið geymslupláss en taka mjög lítið pláss. Skoðaðu vöruúrvalið okkar til að fá nánari og ítarlegri upplýsingar. Við getum hjálpa þér að finna réttu geymslulausnirnar.