Skrifstofuskápar

Mikið úrval af geymsluskápum

Vel skipulagt vinnurými stuðlar að betri afköstum, einbeitingu og skilvirkni. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að starfsfólk hafi aðgang að góðu geymsluplássi. Ef hlutirnir eru geymdir á réttum stað þarf starfsfólkið ekki að eyða tíma í að leita að því sem það vantar. Síðan 1975 hefur AJ leitast við að bjóða fyrirtækjum upp á vönduð skrifstofuhúsgögn sem eru hagnýt og endingargóð. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af geymsluskápum, bókaskápum og hillum til að hjálpa fyrirtækjum að búa til betra vinnuumhverfi þar sem starfsfólkið getur notið sín við vinnuna. Hér að neðan má sjá nánari upplýsingar um vörurnar okkar.

Modulus skrifstofuhúsgögn

Modulus er sú skrifstofuvörulína okkar sem býður upp á mestan sveigjanleika. Það er hægt að bæta einingum við skápana, bæði upp á við og til hliðar, og stækka þannig geymsluplássið. Þessi vörulína inniheldur Modulus rennihurðaskápinn, sem einnig er hægt að nota sem skilrúm til að stúka af svæði og búa til betra næði á skrifstofunni. Modulus rennihurðaskápurinn er frábær valkostur fyrir skrifstofur sem vilja nýta plássið sem best. Modulus húsgögnin eru gerð úr viðhaldsfríu viðarlíki sem er endingargott og fáanlegt í mismunandi litum. Hægt er að bæta við fylgihlutum eins og skjalabökkum, fyrirferðalitlum hillueiningum, tímaritarekkum, undirstöðugrindum og fleiru til að búa til geymslulausn sem mætir þörfum hvers fyrirtækis.

Skrifstofuskápar

Geymsluskáparnir frá AJ Vörulistanum eru stílhreinir geymslustaðir fyrir möppur, skrifstofuvörur eða bakkar. Rennihurðir skápanna spara þér pláss og smekkleg hönnunin gerir að verkum að þeir passa auðveldlega inn í hvaða umhverfi sem er, hvort sem þú situr í stóru skrifstofurými eða þarft geymslu fyrir litla heimaskrifstofu. Ef þú þarft að stúka af þína vinnuaðstöðu getur verið gott að bæta við hliðarskáp. Geymsluhúsgögnin frá AJ Vörulistanum fást í mismunandi útgáfum og hönnunarstílum svo þú getur sérsniðið innréttinguna alveg að óskum þínum og þörfum.

Stálskápar

Við bjóðum upp á mikið úrval af stálskápum sem eru bæði hagnýtir og stílhreinir. Þeir eru fáanlegir í mismunandi litum og hægt að nota þá bæði á skrifstofum og í vöruhúsum. Margir af þessum skápum eru með stillitappa undir fótunum þannig að þeir geta staðið stöðugir á ósléttum gólfum. Hafðu samband og við getum hjálpa þér að finna rétta skápinn fyrir þig.