Tröppur auka öryggið og bæta aðgengi.

Vinnuslys eru algeng og það að vinna í mikilli hæð getur haft mikla hættu í för með sér. Það er hætta á að að hrasa eða detta, sérstaklega ef þú þarft að geyma kassa hátt uppi á hillum. AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af hjálpartækjum eins og tröppum og stigum til að minnka hættuna á slysum þegar unnið er hátt uppi. Þú getur lesið nánar um mismunandi tegundir af tröppum sem fáanlegar eru hjá okkur og henta vel fyrir skrifstofur, lagerrými, bókasöfn, verkstæði, vöruhús og fleiri staði.

Samfellanlegar tröppur

Samanbrjótanlegar tröppur eru tilvaldar til notkunar í skjalageymslum, bókasöfnum, geymslum og þess háttar rýmum. Samanbrjótanlegu tröppurnar okkar eru fáanlegar í mismunandi hæðarútgáfum og það er auðvelt að brjóta þær saman og setja þær til hliðar þegar þær eru ekki í notkun. Þær eru léttar og auðvelt að bera þær með sér. Þú getur valið tröppur með eða án handriðs, allt eftir þínum þörfum. Hálkuvarin þrep eru með betra grip og koma veg fyrir að notendurnir renni til.

Rúllukollar

Rúllukollarnir frá AJ Vörulistanum eru hagnýtir, auðvelt að bera þá og gerðir úr endingargóðu plasti. Kollarnir eru með fjaðurspennt hjól sem rúlla létt yfir hvaða undirlag sem er. Hjólin dragast inn um leið og stigið er á kollinn til að koma í veg fyrir að hann renni til. Kollurinn er einnig með þykkan gúmmílista umhverfis botninn sem verndar húsgögn og veggi gegn skemmdum. Rúllukollurinn er mjög léttur og getur borið allt að 150 kg. Við bjóðum einnig upp á rúllukolla úr stáli.

Rúllukollar

Færanlegu tröppurnar okkar eru gerðar úr duftlökkuðu stáli og fáanlegar í mismunandi litum. Þær eru með fjaðurspennt hjól sem dragast inn um leið og stigið er á fyrsta þrepið. Tröppurnar eru fáanlegar með handriðum og auðvelt að setja þær í geymslu þegar lítið er um pláss. Þrepin eru með hálkuvarið yfirborð og þær geta borið allt að 125 eða 150 kg eftir tegund.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur