Stigar og vinnupallar

Stigar og vinnupallar fyrir alla vinnustaði

Það er lykilatriði að tryggja að öryggi starfsfólks sem þarf að vinna í mikilli hæð sé ekki ábótavant. AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af vinnupöllum og álpöllum fyrir iðnaðarmenn. Við erum með úrval af færanlegum, samanbrjótanlegum og hæðarstillanlegum pöllum. Skoðaðu vöruúrvalið okkar hér.

Þrjár lausnir í einni vöru fyrir vinnu í mikilli hæð

Fjölnota vinnupallur hentar mjög vel fyrir minni háttar viðgerðir og viðhaldsvinnu í nokkurri hæð bæði innan- og utandyra. Það er auðvelt að setja hann saman án þess að nota verkfæri og einfalt að færa pallinn upp eða niður til að stilla vinnuhæðina. Það má líka breyta honum í sundurdraganlegan stiga. Vinnupallurinn er gerður úr áli og er léttur þannig að það er hægt að færa hann til án mikils erfiðis. Alhliða, samanbrjótanlegur stigi frá okkur er líka góður og aðlögunarhæfur kostur þegar vinna þarf í mikilli hæð frá gólfinu. Hönnun hans gerir mögulegt að nota hann sem tröppu, einfaldan stiga eða sem vinnupall. Honum fylgir galvaníseraður stálpallur í tveimur hlutum sem hægt er að leggja yfir stigann til að breyta honum í vinnupall.

Vinnutröppur með stóran pall

Tröppur með vinnupalli gefa þér meira vinnurými en venjulegar tröppur þar sem tvær manneskjur geta komist fyrir á pallinum. Þrepin eru mjög breið og með 48° halla, sem gerir auðveldara og öruggara að komast upp eða niður, sérstaklega þegar verið er að bera vörur eða verkfæri. Það eru handrið beggja megin við þrepin og losanleg keðja er fest við þrjár hliðar vinnupallsins til öryggis.

Stöðugir vinnupallar

Með pall efst í stiganum geturðu staðið stöðug/ur á meðan þú vinnur í mikilli hæð, til dæmis þegar verið er að gera vörutalningar eða færa vörur á milli hillna. Stiginn er mjög hreyfanlegur og einfalt að færa hann á milli hillna á verkstæðum, vöruhúsum og byggingavöruverslunum, til dæmis. Yfirborð vinnupallanna samanstendur af hálkuvörðum áldúk sem gerir þá mjög örugga í notkun.Það er einnig hægt að nota vinnupallana okkar í minna svæði eða fleti.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur