Sorpflokkun

Sorpflokkun og endurvinnsla

AJ Vörulistinn er með fjölbreytt úrval af mismunandi sorpflokkunarílátum fyrir allt frá skólamötuneytum til veislueldhúsa og skrifstofa. Sorpflokkun á vinnustöðum er jafn mikilvæg og á heimilum en ekki alltaf jafn auðvelt mál. Ílátin okkar og tunnurnar eru í áberandi litum og með sniðugum merkimiðum sem gera auðveldara að sjá hvar á að henda hvaða úrgangi. Hægt er að velja á milli stórra endurvinnsluskápa, endurvinnslutunna í mismunandi stærðum og klassískra sorptunna. Við viljum að þú finnir réttu lausnina til að gera vinnustaðinn bæði umhverfisvænni - og snyrtilegri. Hér að neðan getur þú lesið meira um valkostina sem eru í boði!

Sorpflokkunarskápar

Fótstigstunnurnar okkar einfalda endurvinnsluferlið og henta mjög vel fyrir skrifstofur, skóla og veitingastaði. Þær eru með losanlegt innra ílát með handföng sem auðvelda notandanum að tæma og hreinsa tunnuna. Fótstigin eru litakóðuð, sem gerir auðveldara að setja rétta ruslið í rétt ílát. Ruslatunnurnar okkar eru gerðar ryðfríu stáli, sem er slitsterkt og stílhreint efni. Smelltu á hverja vöru til að fá ítarlegri upplýsingar.

Sorpflokkunartunnur

Það er auðvelt að henda öllu ruslinu á skrifstofunni í sömu ruslakörfuna þar sem oftast er bara ein karfa við hvert skrifborð. Við bjóðum upp á nokkra mismunandi valkosti og samsetningar sem gera starfsfólkinu kleift að flokka í sundur rusl innan skrifstofunnar. Fyrir minna magn af rusli er klassísk ruslakarfa með fótstig og losanlegt innra ílát mjög hentug en það er einnig hægt að fá sorpflokkunareiningu með þremur aðskildum sorpílátum. Þú getur stillt henni upp við skilrúmsvegg í miðju rýminu til að auðvelda aðgengi fyrir alla starfsmenn. Við hjá AJ Vörulistanum viljum bjóða þér upp á fjölbreytta valkosti fyrir sorpflokkun af öllu tagi, bæði fyrir þinn vinnustað og umhverfið. Þess vegna erum við einnig með flokkunarílát fyrir hluti sem sjaldan þarf að henda. Þannig geturðu fengið hjá okkur ílát fyrir bæði rafhlöður og flúorljós og við bjóðum einnig upp á sjálflímandi merkimiða fyrir bæði lífrænan úrgang og pappír, en einnig fyrir kemísk efni, eldfim efni og tré. Þú getur lesið meira um alla endurvinnsluvalkostina okkar með því að smella á lýsingar á hverri vöru, eða haft samband við okkur og við munum hjálpa þér með ánægju!.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

HreinsivagnarPokar fyrir þvottMerkimiðarRuslagámar