Verslunarhillur til að sýna vörur

Hagnýtar verslunarhillur

Hvernig vörunum er stillt upp fyrir væntanlega viðskiptavini er það sem skilur að fyrirtæki í verslunargeiranum. Þess vegna skipta hillurnar sem þú notar fyrir vöruútstillingar í versluninni öllu máli. AJ Vörulistinn býður upp á fjölbreytt úrval af hillusamstæðum, eins og verslunarhillueiningum sem upplagt er að nota til að sýna föt og aðrar vörur þannig að þær fangi auga viðskiptavinanna. Hér að neða geturðu lesið nánar um mismunandi hillutegundir frá okkur og fundið þær sem uppfylla þínar geymsluþarfir.

Galvaníseraðar hillur

Grunneiningarnar okkar eru sterkbyggðar og með mikið burðarþol en eru samt léttar að burðum. Þær eru ekki aðeins tilvaldar fyrir smásöluverslanir heldur einnig fyrir meira krefjandi umhverfi eins og í vöruhúsum og verkstæðum. Það er auðvelt að setja þær saman og bæta við fylgihlutum án þess að nota skrúfur eða bolta. Það gerir auðvelt að aðlaga hillusamstæðuna og breyta henni eftir þínum þörfum. Hillurnar eru gerðar úr galvaníseruðu vírneti. Vírnetið kemur í veg fyrir að ryk og óhreinindi safnist upp á hillunum. Þú getur stillt hæðina á hillunum eftir þörfum. Þú getur skoðað úrvalið okkar og fundið grunneiningar sem henta þér og viðbótareiningar sem þú getur notað til að stækka við hillusamstæðuna. Hver eining kemur með einn samsettan endaramma og einn opinn enda þar sem viðbótareiningin er tengd við. Viðbótarhillur eru einfaldlega hengdar á opinn endann á einingunni sem fyrir er.

Galvaníseraðar matvælahillur

Við bjóðum upp á galvaníseraðar hillusamstæður fyrir vinnustaði þar sem hreinlæti er mikilvægt. Þessar einingar eru með gataðar, matvælavottaðar hillur þar sem götin hleypa vökva í gegn og koma í veg fyrir að ryk safnist upp á hillunum, sem gerir þær hreinlegri. Þú getur fengið hillur í mismunandi litum, eins og gulum, bláum, svörtum og grænum. Flestar þessara hillueininga eru hentugar til notkunar í kæligeymslum. Það er hægt að stækka þessar hillusamstæður með viðbótareiningum, sem seldar eru stakar. Þú getur keypt rúllukolla til að ná upp í hærri hillurnar án þess að eiga hættu að detta. Ef þessi gerð af hillum hentar ekki þínum þörfum, erum við með skrifstofuhillur, vöruhúsahillur og fleira í boði.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur