Skrifborð fyrir skrifstofuna
Skrifstofuhúsgögnin hafa bein áhrif á frammistöðu starfsfólksins í vinnunni. Það er því nauðsynlegt fyrir þig að fjárfesta í húsgögnum sem eru þægileg fyrir starfsfólkið auk þess að vera endingargóð og auðveld í viðhaldi. Þú getur valið úr miklu úrvali af Flexus og Modulus skrifstofuhúsgögnum, þar á meðal skrifborðum, sem hjálpa þér að finna lausn sem hentar þínu starfsfólki. Hér að neðan geturðu lesið meira um skrifborðin sem eru í boði úr þessum vörulínum.Bogadregin skrifborð
Bogadregnu skrifborðin í Flexus vörulínunni voru hönnuð til að koma til móts við þá sem eru að leita að lausnum sem henta skrifstofum nútímans. Borðplatan er gerð úr viðarlíki, sem er auðvelt í þrifum og mjög endingargott. Þú getur valið úr mismunandi litum, eins og beyki, hvítum eða gráum, allt eftir hvað fellur best að öðrum innviðum. Bogadregin borðplatan gerir starfsfólkinu mögulegt að sitja nær skrifborðinu sem stuðlar að vinnuvistvænni líkamsstöðu. Snúrugötin tvö í borðplötunni hjálpa þér að hylja snúrur og forðast óreiðu á skrifborðinu. Borðplöturnar hvíla á slútandi málmundirstöðu sem er mjög stöðug og duftlökkuð í gráum lit. Skrifborð með beinar útlínur
Beinu skrifborðin úr Flexus vörulínunni okkar eru ekki aðeins með tímalausa hönnun heldur eru einnig búin nýtískulegum eiginleikum. Þessi skrifborð eru með borðplötu úr viðarlíki sem er auðvelt í þrifum og fáanlegt í mismunandi litum. Sum þeirra eru með fasta stálundirstöðu sem er ekki hæðarstillanleg á meðan önnur eru með rafknúna hæðarstillingu. Þú getur jafnvel fengið færanlegar skúffueiningar, skjalahaldara og aðrar geymslueiningar úr sömu vörulínunni, þar sem starfsfólk getur geymt skrifstofuvörur, persónulegar eigur sínar og margt fleira. Þessar vörur hjálpa þeim að halda utan um sínar eigur og halda vinnustaðnum snyrtilegum.Modulus skrifborð
Modulus er ein sveigjanlegasta húsgagnalínan frá AJ Vörulistanum. Þessi vörulína býr yfir mörgum hugvitsamlegum eiginleikum, býður upp á mikið geymslupláss og fæst í mismunandi litum. Hún hentar jafn fyrir litla vinnustaði eins og stór, opin skrifstofurými. Það er hægt að velja úr þremur mismunandi undirstöðum svo þú getur valið þær sem henta þínum vinnustað best. Undirstaða með fjóra borðfætur gefa skrifborðunum sígilda ásýnd. Það er líka hægt að bæta við hjólum eða látúnstöppum undir fæturna þannig að auðvelt sé að færa þau til. Það er einnig hægt að stækka geymsluplássið með því að bæta við hillum eða skápum úr sömu vörulínu. Hafðu samband ef þig vantar hjálp við að velja skrifborð.