Jafnvægisstólar- æfðu líkamann á meðan þú situr!

interior design inspiration

Ertu að leita að ráðum um innanhússhönnun á vinnustað?

Lestu greinar okkar til að fá innblástur

Virk sæti - æfðu líkamann á meðan þú vinnur!

Margt starfsfólk þar að eyða miklum hluta vinnudagsins sitjandi fyrir framan tölvuskjáinn. Það þýðir að þau sitja nánast allan vinnudaginn á stólum, sem er ekki hollt fyrir mannslíkamann. Rannsóknir hafa sýnt að langar setur hafa neikvæð áhrif á heilsu og afkastagetu. Þess vegna ættu vinnuveitendur að íhuga að fjárfesta í annars konar valkostum þegar kemur að setuhúsgögnum. Í sumum löndum eru þessir óhefðbundnu stólar hægt og sígandi að koma í staðinn fyrir klassíska skrifstofustóla. AJ Vörulistinn býður upp á fjölbreytt úrval af virkum sætum. Virk sæti neyða líkamann til að þjálfa stoðvöðva og styrkja bakið og fótleggina á meðan starfsfólkið er við vinnuna. Hér að neðan geturðu lesið nánar um virk sæti frá AJ Vörulistanum.

Jafnvægisstólar

Meðal þess sem við bjóðum upp á er nýtískulegur jafnvægiskollur með innbyggðan Pilates bolta. Þetta er kollur sem hjálpar notandanum að bæta líkamsstöðuna og styrkja bakvöðvana. Jafnvægiskollur getur hjálpað notandanum að draga úr spennu í öxlunum, örva blóðrásina, draga úr þreytu og viðhalda góðri líkamsstöðu við vinnuna. Jafnvægisboltinn er bólstraður með léttu og slitsterku ullaráklæði og hvílir á gegnheilum viðarfótum. Með jafnvægiskollinum fylgir loftpumpa sem nota má til að stilla þéttleika stólsins. Við erum líka með Pilates jafnvægisbolta sem hvílir á málmundirstöðu sem gefur honum meiri stöðugleika. Hann er klæddur með gervileðri og er fáanlegur í þremur mismunandi litum: svörtum, gráum og grænum. Veldu þann lit sem passar best við aðra innviði skrifstofunnar.

Vinnuvistvænir kollar

Vinnuvistvænu stólarnir okkar sóma sér vel í margs konar aðstæðum: skrifstofum, skólum, heilsugæslustöðvum o.s.frv. Til dæmis, gerir Back App jafnvægiskollurinn okkar notandanum mögulegt að þjálfa bakvöðvana á meðan setið er við vinnuna. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna fær sá sem situr á kollinum sömu þjálfun og fæst við að hjóla á reiðhjóli eða stunda útreiðar. Önnur vara sem er vinnuvistvæn er Bristol Pilates kollurinn. Hann er með loftfyllta setu, krómhúðaða stálundirstöðu og hæðarstillingu sem má laga að mismunandi notendum. Þessi kollur hjálpar notandanum að viðhalda náttúrulegri sveigju á mænunni og góðri líkamsstöðu á meðan setið er.