Hnakkstólar

Hnakkstólar - stuðla að vinnuvistvænni setustöðu

Huga þarf vel að sætaskipan á skrifstofum og öðrum vinnustöðum þar sem tilgangurinn er að bjóða notendum upp á þægileg sæti. Í skrifstofuhúsgagnaiðnaðinum er nú mikið um nýjungar og því verið að framleiða fjölbreytt úrval af hugvitsamlega hönnuðum setuúsgögnum, eins og fundarstóla, stólkolla, hnakkstóla, mötuneytisstóla og margt fleira. Þessir stólar eru hannaðir til að vera vinnuvistvænir og þægilegir fyrir notendur, sem hefur jákvæð áhrif á afkastagetu þeirra. Þess vegna seljum við hjá AJ Vörulistanum vörur eins og hnakkstóla, og kolla og virka stóla. Við höfum tekið saman ítarlegri punkta um vörurnar frá okkur. Skoðaðu úrvalið okkar af hnakkstólum og kollum og veldu þann sem best hentar þínum þörfum.

Derby hnakkstólar og kollar

Derby hnakkstólar og kollar bjóða upp á vinnuvistvænt sæti fyrir notandann. Þá má nota sem skrifstofustóla sem gefa þeim sem situr möguleika á að breyta um líkamsstöðu en nýtast líka vel í mötuneytum og kaffistofum. Að auki henta þessir stólar mjög vel fyrir vinnustaði eins og heilsugæslustöðvar, skóla og hárgreiðslustofur. Þú getur valið úr tveimur útgáfum, með eða án stólbaks. Þessir stólar geta hjálpað þér að draga úr spennu í öxlum og fótleggjum á meðan þú vinnur. Þú getur líka auðveldlega fært þig til og stundum breytt um líkamsstöðu með því að nota þessa stóla. Ásamt því að bjóða upp á slíkan sveigjanleika má stilla hæð stólsins og halla til að finna þá stöðu sem er þægilegust fyrir þig. Hnakkstólarnir eru klæddir með slitsterku og fallegu gervileðri eða bólstraðir með textílefni.

Kingston hnakkstóll

AJ Vörulistinn er einnig með Kingston hnakkstólinn, sem er aðeins breiðari og meira slútandi en Derby stóllinn. Sætið hjálpar þér að sitja í náttúrulegri og afslappaðri stellingu. Setan tekur ekki mikið pláss og því er hægt að nota þessa stóla til að sitja nær skrifborðinu eða vinnustöðinni en í hefðbundnum skrifstofustólum. Sætið er gert úr svörtu, vatnsheldu leðri. Það er með undirstöðu úr endurunnu áli og er með fimm snúningshjól. Stóllinn er hæðarstillanlegur á milli 550 mm og 710 mm og því auðvelt að laga hann að hæð notandans og verkinu sem verið er að vinna.