Innkaupakörfur
Öll smásölufyrirtæki þurfa að bjóða viðskiptavinum sínum upp á innkaupakörfur og kerrur svo þeir geti tínt til vörur eftir þeirra hentugleika. Það hvetur viðskiptavinina til að eyða meiri tíma í versluninni og setja fleiri vörur í körfuna og eyða þannig meiri peningum. Hjá AJ Vörulistanum má finna mikið úrval af vörum sem geta komið fyrirtækinu þínu til góða. Innkaupakörfur fyrir allar verslanir
Það er auðvelt fyrir viðskiptavini að bera léttar innkaupakörfur um búðina á meðan þeir versla. Þótt margar verslanir bjóði upp á innkaupakörfur úr málmi eru plastkörfur alveg jafn sterkar og eru léttari en málmkörfur og því auðveldara að lyfta þeim upp þegar þær eru fullar af vörum! Körfurnar fást í mismunandi stærðum, þar sem minni innkaupakörfur eru hentugri fyrir verslanir sem selja smávörur eins og snyrtivörur, ritföng eða aðra smáhluti.Körfur á hjólum eru meðfærilegri fyrir viðskiptavini
Fyrir viðskiptavini sem eiga erfitt með að bera innkaupakörfur getur körfuvagn verið fullkomið hjálpartæki til að bera eina eða jafnvel tvær körfur. Þú einfaldlega setur innkaupakörfuna á vagninn og ýtir henni á undan þér í staðinn fyrir að bera hana.Það er góð lausn fyrir verslanir sem eru ekki með nægt pláss fyrir venjulegar innkaupakerrur að bjóða í staðinn upp á körfur á hjólum þannig að viðskiptavinirnir ráði betur við þyngri vörur sem eru í boði. Starfsfólkið í versluninni getur líka notað þessa lausn þegar það er að fylla á hillurnar með smávörum. Það er hægt að fella vagnana inn í hvern annan þannig að þeir taki ekki mikið pláss í geymslu.Körfuvagn til að safna saman körfum við afgreiðslukassa
Körfuvagnar eru nauðsynleg tæki í öllum verslunum. Staflar af innkaupakörfum eru þungir og erfitt fyrir starfsfólkið að lyfta þeim. Með einföldum vagni er auðvelt að safna saman og flytja margar innkaupakörfur í einu, til dæmis frá afgreiðslukössum að inngangi verslunarinnar. Þannig má forðast álagið sem fylgir því að lyfta miklum þunga og koma í veg fyrir meiðsli sem því getur fylgt. AJ Vörulistinn býður upp á fjölbreytt úrval af tækjum sem auðvelda meðferð á vörum í verslunum, eins og lagervagna, bögglagrindur, tínsluvagna sekkjatrillur og fleira. Við bjóðum einnig upp á vöruhúsahillur, matvælavottaðar hillur og brettarekka.