Þrýstiloftsverkfæri og slöngukefli fyrir verkstæði

Það er hægt að knýja margs konar verkfæri með loftpressu. Loftknúin verkfæri eru oft léttari og áreiðanlegri en sams konar rafmagnsverkfæri sem gerir þau að snjöllum valkosti fyrir marga mismunandi vinnustaði, eins og bílaverkstæði, verksmiðjur, byggingasvæði eða viðhaldsvinnu. Loftverkfæri eru fáanleg sem hjálpað geta við allt frá málningarvinnu til borunar. Skoðaðu úrvalið okkar á ajvorulistinn.is

Aðgengileg slöngukefli fyrir loftslöngur

Við erum með úrval af slöngukeflum fyrir loftslöngur sem geta mætt þínum þörfum. Í 7 og 15 metra slöngukeflunum okkar læsist slangan sjálkrafa þegar búið er að draga hana út í æskilega lengd og dregst síðan til baka þegar hún er ekki lengur í notkun. Hylkið er gert úr pólýprópýlen og er með snúanlega festingu til að festa það á vegg eða í loftið. Við bjóðum einnig upp á 30 metra inndraganlega útgáfu með gólfstandi. Hámarks þrýstingur fer eftir mismunandi gerðum. Það er líka hægt að fá lausar slöngur og gormlaga slöngur hjá okkur.

Fljótvirk og áreynsluslaus leið til að herða skrúfur og bolta

Högglyklar eru algeng verkfæri á bílaverkstæðum og eru notaðir til að herða eða losa rær og bolta á bílum. Ásamt viðeigandi krafttoppum eru þeir fljótvirk og handhæg verkfæri sem hjálpa þér við viðgerðir og samsetningarvinnu. AJ Vörulistinn býður upp á 3ja eða 14 toppa sett. Þessir hágæða toppar eru gerðir úr króm mólybden (CrMo),sem er mjög sterkt málmblendi.

Málningarbyssa

Með því að nota málningarbyssu verður málningarvinnan fljótari, auðveldari og árangursríkari. Málningarbyssan er mjög gagnleg þegar mála þarf stórt yfirborð sem erfitt er að komast að með málningarpenslum eða rúllum, eins og á bakvið rör, til dæmis. Í samanburði við rafknúna málningarbyssu vinnur loftknúin byssa með minni þrýsting sem gerir málningarlagið jafnara, minna fer til spillis og minni hætta er á að yfirborðið skemmist. Hún er kjörin til að mála veggi innandyra og fyrir nákvæmnisvinnu. Við bjóðum einnig upp á ýmis önnur loftverkfæri. Skoðaðu úrvalið okkar í vefverslun okkar eða hafðu samband við okkur ef þig vantar aðstoð.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur