Pökkunarlímbönd

Hágæða pökkunarlímband er nauðsynlegt þegar verið er að pakka inn kössum og umfangsmiklum vörum. AJ Vörulistinn selur mjög sterk og meðfærileg límbönd og límbandshaldara fyrir pökkunarvinnu af öllu tagi. Það kemur sé vel þegar verið er að pakka inn kössum í vöruhúsinu eða umfangsmiklum vörum fyrir flutninga eða geymslu. Það er líka mikilvægt að vera með góð pökkunarborð, vinnubekki, hillur og vöruhúsavagna á vinnustaðnum. Hér að neðan má sjá fleiri dæmi um límbönd úr vöruúrvalinu okkar.

Alhliða pökkunarlímband

Alhliða límböndin okkar fyrir pökkun og meðferð á vörum eru fáanleg í mörgum mismunandi gerðum. Við erum með sígilt silfurlitað límband sem er auðvelt í notkun og má nota á marga mismunandi vegu. Límböndin eru vatnsheld og rífanleg sem gerir þau mjög auðveld í notkun. Gegnsæju pökkunarböndin okkar eru með mjög góða viðloðun og dragast út hljóðlega og þýðlega. Þau henta vel við pökkunarvinnu af öllu tagi. Þau nýtast einnig mjög vel við að pakka inn kössum og þegar verið er að flytja vörur í miklu magni. Tvíhliða límböndin okkar eru líka frábær valkostur fyrir pökkunarvinnu, sérstaklega þegar þörf er á gegnsæi. Pökkunarböndin okkar fást í litlum og stórum pökkum þannig að þú getur keypt það magn sem hentar þínum vinnustað.

Límbandshaldarar

Límbandshaldarar úr málmi fyrir pökkunarborð gera pökkunarvinnuna mun auðveldari. Það er auðvelt að festa þessa hagnýtu haldara með klemmu við brúnina á bekknum og gera þannig alla vinnu við pökkun og vöruafgreiðslu einfaldari og skilvirkari. Við erum með mjög hljóðláta límbandshaldara með mjúkt handfang sem koma sér sérstaklega vel ef pakka þarf inn miklu vagni af vörum. Mjúkt handfangið dregur líka úr hættu á meiðslum vegna mikils álags og það hversu hljóðlátur haldarinn er hefur góð áhrif á notandann og alla sem starfa nálægt honum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur