Rúllufæribönd

Rúllufæribönd auðvelda flutninga á vörum af ýmsu tagi, allt frá kössum og bökkum til pakka og bretta. Þau henta mjög vel fyrir öll vöruhús og önnur fyrirtæki sem þurfa að flytja mikinn fjölda af vörum á fljótlegan hátt yfir langar vegalengdir. Flutningakerfi af þessu tagi minnkar líka þörfina á að eiga við vörurnar með höndunum, sem verndar starfsfólkið gegn vinnuslysum. Rúllufæribönd eru frábær fyrir flutninga og þau sem við bjóðum upp á eru auðveld í samsetningu og viðhaldi.

Sveigjanlegt rúllufæriband sem er lengdar- og hæðarstillanlegt

Rúllufæriböndin okkar er auðvelt að laga að mismunandi aðstæðum og verkferlum og búa til sveigjanlegar pökkunar og samsetningarlínur. Þú getur sett færibandið upp á þann hátt sem þú vilt, til dæmis með S-laga sveigju, á meðan hæðarstillanleg undirstaðan gerir þér mögulegt að stilla færibandið í þægilega vinnuhæð. Sveigjanleikinn leyfir þér ekki aðeins að leggja færibandið utan um hindranir heldur einnig að fella það saman þannig að það taki lítið pláss í geymslu. Að auki er færibandið á hjólum þannig að auðvelt er að færa þangað sem þess er þörf.

Sterk rúllukefli úr stáli fyrir rúllufæribönd

Sterk rúllukefli úr stáli eru mjög hentug fyrir margs konar iðnaðarstarfsemi þar sem þörf er á traustum og áreiðanlegum rúllufæriböndum. Þau eru fullkomin fyrir fyrirtæki sem þurfa auðþrífanlegt og stórvirkt flutningakerfi. Við seljum einnig rúllufæribönd með rúllukefli úr PVC og næloni sem eru mjög slitsterk og geta hentað sumum aðstæðum betur.

Handvirk rúllufæribönd

Við erum með úrval af rúllufæriböndum sem eru ekki vélknúin, þar sem vörurnar eru fluttar með hjálp þyngdaraflsins niður halla eða er ýtt áfram af starsfólki á beinu færibandi. Það er mjög hagnýt og hagkvæm aðferð við að flytja vörur á milli staða. Burðargeta færibandanna er allt frá 80 kg til 1000 kg og henta því mörgum mismunandi vörum. Hvort sem þú ert með lítið vöruhús eða stóra dreifingarmiðstöð eða verksmiðju þá erum við með allt sem þú þarft til að meðhöndla og geyma vörurnar frá framleiðslu til dreifingar. Þar á meðal eru hillusamstæður, brettarekkar, sorpflokkunarbúnaður, lyftitæki og fleira.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur