Tunnuvagnar sem auðvelda flutninga á tunnum

Það er erfitt að flytja tunnur og kúta án réttu tækjanna. AJ Vörulistinn er með tunnuvagna sem geta uppfyllt þínar þarfir og hjálpað þér að draga úr vinnuslysum vegna þess að verið er að flytja tunnurnar handvirkt, með því álagi sem því fylgir.

Keyptu tunnuvagn sem getur borið allt að 500 kg

AJ Vörulistinn býður upp á úrval af tunnuvögnum sem geta borið allt að 500 kílóa tunnur. Við erum með lága vagna sem auðvelt er að renna undir tunnurnar þannig að ekki þarf eins mikið umstang við að hlaða þeim á vagninn. Aðrir vagnar líkjast meira sekkjatrillum þar sem lyftitönninni er smeygt undir tunnuna og síðan hallað aftur. Þessir vagnar eru með stuðningsfætur til að gefa þeim meiri stöðugleika í flutningum og auðvelda þér að meðhöndla tunnuna.

Veldu þér alhliða tunnuvagn

AJ Vörulistinn er með tunnuvagn sem lyftir, flytur, snýr og hallar tunnum og auðveldar þér að tæma fullar tunnur. Vagninn getur læst tunnunum í mismunandi stillingum eftir þörfum. Þú getur læst tunnunni í láréttri stöðu þannig að hægt sé að tæma hana með krana eða í lóðréttri stöðu til að koma í veg fyrir leka. Þegar hún er ekki í læstri stöðu má snúa henni á hvolf til að tæma hana eða halla tunnunni og halda henni í hvaða horni sem er.

Tunnukerra einfaldar flutninga

Tunnukerra er einfalt tæki til að færa til tunnur þegar þess þarf. Þú kemur tunnunni fyrir í lóðréttri stöðu á kerrunni og ýtir henni þangað sem hennar er þörf. Þú getur geymt tunnuna á kerrunni og notað pumpu til að nálgast innihaldið. Önnur sniðug lausn er sérstök tunnuhilla þar sem tunnurnar eru geymdar í láréttri stöðu. Fyrir utan tunnukerrur erum við með tunnulyftur, tunnugeymslur og fylgihluti eins og tunnukrana og lekavarnarbúnað.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur