Efnaskápar fyrir örugga geymslu á hættulegum efnum

Örugg geymsla fyrir hættuleg efni

Skordýraeyðir, íðefni, sýrur, tilbúinn áburður, geislavirkur úrgangur og þess háttar eru efni sem sem verða til og þarf að meðhöndla í vöruhúsum, verksmiðjum, rannsóknarstofum, efnaverksmiðjum og svipuðum vinnustöðum. Þetta eru efni sem eru talin hættuleg fólki og umhverfinu ef þau eru óvarin. Sum þessara efna geta einnig verið eldfim, tærandi, illa lyktandi eða mengandi. Því þurfa fyrirtæki að geyma þessi efni af eins miklu öryggi og aðgát og mögulegt er. Þess vegna býður AJ Vörulistinn upp á örugga efnageymsluskápa sem eru sérstaklega hannaðir til að geyma ofangreind efni á öruggan hátt. Skoðaðu úrvalið okkar og kynntu þér vörurnar betur til að geta valið þær sem mæta þínum þörfum best.

Geymsluskápar fyrir hættuleg efni

Ef þú ert með fyrirtæki sem þarf að geyma málningu og önnur hættuleg efni á öruggan hátt, þá er AJ Vörulistinn rétti staðurinn fyrir þig. Hjá okkur geturðu fundið fullkomna geymslulausn þar sem við seljum sterkbyggða og vottaða efnaskápa sem gerðir eru úr duftlökkuðu stáli og með sérstaklega styrktar hurðir, færanlegar hillur og ýmsan annan öryggisbúnað. Við erum með skápa í mismunandi stærðum og gerðum. Sumir eru með eina hurð en aðrir eru með tvöfaldar hurðir. Við erum með minni skápa og skápa sem auðvelt er að flytja til.

Eldfastir skápar

Vinnustaðir eins og verksmiðjur, verkstæði og vöruhús eru taldir vera í mikilli eldhættu. Það er vegna eldfimra efna sem verið er að nota á hverjum degi. Þú getur skoðað hjá okkur úrval af eldföstum skápum sem geta forðað verðmætum frá skemmdum vegna eldsvoða. Þeir eru búnir fyrsta flokks loftræstirásum og eldfastri einangrun (sem samræmist ISO 1182 reglugerðum) og eru gerðir úr tvöföldum stálplötum. Að auki er allt yfirborð þeirra með eldfösta duftlökkun. Þú getur líka notað eldfasta skjalaskápa þar sem geyma má viðkvæmar upplýsingar og trúnaðarskjöl. Það er hægt að bæta við auka hillum ef þess þarf. Skoðaðu úrvalið okkar og veldu þá lausn sem hentar þér best.

Sýruskápar

Í sýrugeymsluskáp er hægt að geyma bæði basa og sýrur í aðskildri geymslu. Þú getur valið á milli bæði færanlegra og útdraganlegra hillna, sem gefa þér góða yfirsýn og greiðan aðgang að því sem þú þarft. Sýruskáparnir eru frábærir sem geymsla bæði í rannsóknarstofum og skólum. Þeir eru gerðir úr endingargóðum málmplötum og eru vel loftræstir. Veldu sýruskápa með eða án botnbakka. En vertu viss um að setja ætandi efni í hillur undir augnhæð.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LagerhillurVinnubekkirSekkjatrillurVerkfæraskápur