Slitþolnar yfirbreiðslur

Yfirbreiðsludúkar eru búnaður sem gott er fyrir alla vinnustaði að hafa við hendina. Þær eru mjög hentugar fyrir byggingasvæði og öll fyritæki sem eru með einhverja starfsemi utandyra, þar með talið veitingastaði með útisvæði og leikskóla sem vilja breiða yfir útileiktækin í vondum veðrum. Hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar um vöruúrvalið okkar.

PVC yfirbreiðslur

Sterku yfirbreiðslurnar okkar eru gerðar úr þremur lögum af PVC með millilag úr ofnu pólýetýlen og 18 x 14 þræði á fertommu. Þetta eru slisterkar, endingargóðar og vatnsheldar yfirbreiðslur sem henta krefjandi aðstæðum. Þær vega 580 g á fermetra og eru með sérstyrkt horn, soðna sauma og þráðarauga úr látúni. Yfirbreiðslurnar eru þvottheldar og hlaupa ekki í þvotti. Þær eru fáanlegar í allt að 8 x 10 metra stærð.

Slitsterk yfirbreiðsla til notkunar í iðnaðarumhverfi

Vatnsheld yfirbreiða er nauðsyn á öllum byggingasvæðum til að verja byggingarefni og gáma, til dæmis, gegn rigningu og til að hylja innihaldið fyrir þeim sem eiga leið hjá. Það má líka nota hana sem tímabundið skýli til að búa til þurrt vinnusvæði á rigningardögum. Yfirbreiðsludúkurinn verður að geta þolað mikla notkun og standast öll veður.

Yfirbreiðsludúkar fyrir notkun heimavið

Yfirbreiðslur má nota á margvíslegan hátt á heimilinu. Til dæmis til að vernda garðhúsgögn gegn rigningarveðri, breiða yfir bíl eða leggja hana á jörðina. Yfirbreiðslurnar eru með sterk þráðaraugu, sem þýðir að hægt er að binda þær niður án þess að rífa efnið. AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af vörum til að sjá um útisvæði fyritækis eða vinnusvæði utandyra. Við erum með ruslatunnur, stubbahús og reiðhjólagrindur til að búa til hreint og snyrtilegt útissvæði auk öryggisbúnaðar eins og öryggisgirðingar, umferðarkeilur, sandkassa og saltdreifara.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

GarðbekkirHjólarekkarStólar og Bekkir