Stórir og litlir póstkassar

Læsanlegir póstkassar eru einföld og hagkvæm leið til að tryggja að póstur komist í hendur réttra aðila. Allir póstkassar frá AJ eru gerðir úr hágæða, galvaníseruðu stáli sem þolir erfiðar veðuraðstæður og endist í langan tíma.

Póstkassi

Þessi veggfesti póstkassi er kjörinn til að taka við daglegum póstsendingum. Hann er með læsanlega framhlið og lok sem hægt er að opna með annarri hendi. Þessi litli póstkassi er hentugur fyrir bréf og bæklinga sem náð er í daglega. Hann er með mjóa bréfalúgu sem er bara ætluð fyrir bréfapóst.

Póstkassi

Hægt er að setja bréf og litla, flata pakka inn um bréfalúguna. Ólíkt minni póstkössum getur þessi póstkassi tekið við A4 umslögum, viðkvæmum pósti sem ekki má brjóta saman og litlum pökkum.

Sterkur og stór póstkassi

Þessi endingargóði póstkassi getur tekið við litlum pakkasendingum, jafnt og hefðbundnum bréfapósti, á öruggan hátt. Hann er búinn þjófavörn sem kemur í veg fyrir að óviðkomandi aðilar geti náð til innihaldsins. Innbyggður lás tryggir öryggi bréfa og pakka og gerir mögulegt að skilja póstkassann eftir læstan eða ólæstan. Það er auðvelt að opna póstkassann með vinnuvistvænum og rakavörðum lás og það er einnig hægt að opna hann með annarri hendi. AJ Vörulistinn er einnig með mikið úrval af póstflokkunarskápum til notkunar innanhúss. Hvort sem það eru opnir smáhólfaskápar eða læsanlegir póstskápar erum við með réttu lausnina fyrir öll fyrirtæki og vinnustaði. Þessir skápar hjálpa þér að flokka póstsendingar sem berast til fyrirtækisins en nýtast einnig til að flokka póst leiðinni út og einnig til að halda utan um ýmis skjöl og pappíra innan vinnustaðarins. Hafðu samband ef þig vantar aðstoð.