Veggklukkur til notkunar bæði innan- og utandyra

Það er kannski ekki það fyrsta sem þér dettur í hug þegar kemur að því innrétta skrifstofuna en hvaða einfaldi hlutur hjálpar þér að missa ekki sjónar á tímanum? Það er klukkan. AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af veggklukkum sem falla vel að hvaða vinnustað sem er, allt frá skrifstofum til skóla. Klukkurnar okkar eru ekki bara hannaðar til að fylgjast með tímanum heldur einnig sem fallegir innanstokksmunir. Hér að neðan geturðu lesið meira um mismunandi tegundir, hönnun og liti á veggklukkum frá okkur og valið þá klukku sem hentar þínum vinnstað.

Veggklukkur

Við bjóðum upp á veggklukkur í litum sem lífga upp á hvaða rými sem er. Klukkurnar eru með stóra, svarta tölustafi á hvítum fleti, sem gerir þá mjög vel sýnilega. Fyrir utan stóra tölustafi frá 1-12 eru klukkurnar með sekúnduvísi og minni tölustafi á skífunni sem gefa til kynna mínútur og sekúndur á nákvæman hátt. Þær eru fáanlegar með ramma í svörtum, limegrænum, gráum, fjólubláum og ljósbláum lit. Ef þú vilt ekki litaðan ramma er gott að velja silfurramma. Við erum með mikið úrval af stórum veggklukkum ef þig vantar klukkur fyrir stór rými eins og matsali og kaffistofur.

Einstakar veggklukkur

Fyrir utan hefðbundnu veggklukkurnar okkar erum við einnig með klukkur sem búa yfir einstökum eiginleikum. Til dæmis erum við með nýtískulegar og fallegar, fjölnota veggklukkur sem ekki aðeins sýna hárnákvæman tíma heldur eru einnig með hitamæli sem sýnir bæði hita- og rakastig. Þrívíddarklukkan okkar getur gefið hvaða umhverfi sem nýtískulegan blæ. Þessar klukkur eru einstakar í hönnun, með stóra tölustafi í þrívídd og silfurlitaða vísa sem mynda mótvægi við svartan bakgrunninn. Hafðu samband ef þig vantar meiri upplýsingar. Þú getur einnig skoðað fleiri fylgihluti fyrir skrifstofuna, eins og tilkynningatöflur, glertússtöflur og fleira.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

LýsingUpplýsingatöflurAukahlutir fyrir skrifborðVinnubekkir