Lyklaskápar

Frá því árið 1975 hefur AJ einbeitt sér að því að verða leiðandi póstverslun á sviði skrifstofuhúsgagna, vörumeðferðar og geymslulausna. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða fyrirtækjum upp á hágæða vörur á samkeppnishæfu verði. Vörur sem eru vandaðar, endingargóðar og hjálpa fyrirtækjum að ná sínum markmiðum. Vörulínur okkar innihalda fjölbreytt úrval af geymslulausnum sem uppfylla margs konar þarfir. Við bjóðum upp á hillur fyrir vöruhús, skápa undir persónulega muni og mismunandi tegundir af skápum til að geyma möppur, skjöl og skrifstofuvörur. Vörulína okkar inniheldur líka úrval af lyklaskápum.

Lyklaskápar

Þessir skápar eru sérstaklega hannaðir til að geyma lykla og hjálpa fyrirtækjum að halda utan um ýmsa lykla sem eru notaðir á vinnustaðnum. Þeir eru oft notaðir á vöktuðum bílastæðum og við vinnustöðvar öryggisvarða. Hér að neðan má sjá ýmsa lyklaskápa sem eru í boði.

Stór lyklaskápur

Þetta eru litlir og hagnýtir lyklaskápar. Þeir eru gerðir sterku, lökkuðu plötustáli. Með snögunum fylgja losanlegir snagalistar. Hver snagalisti er með 10 snaga. Það eru festingar innan í skápnum sem má nota til að festa listana og hægt er að færa þá til eftir þörfum. Það er einnig hægt að kaupa aukalega snagalista ef þörf er á meira geymsluplássi.

Stafrænn lyklaskápur

Þessir lyklaskápar eru fáanlegir í mismunandi stærðum og þá má nota til að geyma lykla á öruggan hátt á heimilum, verslunum og vinnustöðum. Þeir eru búnir forritanlegum talnalás sem er auðveldur í notkun. Hann er knúinn af fjórum AA rafhlöðum og viðvörunarljós kviknar þegar hleðslan er orðin lítil.

Neyðarlyklaskápur

Þessi neyðarlyklaskápur úr stáli er lakkaður í skærum rauðum lit til þess að hann sé vel sýnilegur. Skápurinn er með einn snaga þar sem hægt er að hengja upp neyðarlykil. Á framhliðinni er gluggi úr þunnu gleri sem auðvelt er að brjóta. Lítill stálhamar fylgir með skápnum sem hægt er að nota til að brjóta glerið og ná til lykilsins í neyðartilvikum.