Bókaskápar fyrir skrifstofuna

Bókahillur fyrir skrifstofur og skóla

Ímynda þér skrifstofu þar sem bækur, skjöl og möppur liggja í hrúgu á skrifborðum starfsfólksins. Það er vinnustaður sem lítur ekki aðeins ósnyrtilega út heldur getur leitt til þess að mikilvæg skjöl og möppur týnist. AJ Vörulistinn býður upp á fjölbreytt úrval af skrifstofuhillum og bókaskápum sem gefa þér bestu geymslulausnina fyrir þinn vinnustað. Við seljum þessar geymsluvörur í mörgum mismunandi vörulínum sem passa við skrifstofuhúsgögnin okkar. Þú getur lesið hér að neðan um vinsælustu vörulínurnar okkar og valið þá sem best hentar þínum þörfum.

Modulus

Modulus er ein sveigjanlegasta húsgagnalínan okkar og er hönnuð og framleidd innanhúss hjá okkur. Sem hluta af þessari vörulínu bjóðum við upp á margs konar geymsluhúsgögn og fjölbreytta litamöguleika, sem hjálpar þér að setja saman geymslulausn sem mætir þínum þörfum. Þú getur valið um liti eins og svartan eða hvítan, birki eða eik, allt eftir því hvað passar við aðrar innréttingar á skrifstofunni. Bókaskáparnir okkar eru gerðir úr slitsterku og viðhaldsfríu viðarlíki. Til að nýta takmarkað pláss á sem bestan hátt er hægt að hengja minni einingar á vegginn. Þú getur jafnvel sett undir einingarnar hjól til að geta fært þær til innan skrifstofunnar.

Flexus

Ef þú ert að leita að bókaskápum í háum gæðaflokki og á góðu verði er FLEXUS vörulínan fullkominn valkostur. Þar erum við með mikið úrval af ólíkum bókahilum og skápum á hagkvæmu verði, hvort sem þig vantar litla bókahillu eða stærri hillu þar sem hægt er að bæta við hurðum. Blandaðu saman ólíkum stærðum og litum og þú getur á einfaldan hátt innréttað alla skrifstofuna með okkar sveigjanlegu FLEXUS húsgagnalínu. Þú getur lesið lýsingar á hverri vöru til að fá nánari upplýsingar eða haft samband við okkur.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

HillukerfiGeymsluskáparMöppuskáparDekkjarekkarArmstólarSófar