Nemendastólar

Nemendastólar af ýmsum stærðum og gerðum

Góð sæti eru mikilvægur hluti af menntastofnunum eins og barnaskólum, menntaskólum og háskólum. Það er mikilvægt að bjóða nemendunum upp á þægileg sæti þannig að þeir get einbeitt sér að náminu. Í leikskólum þurfa húsgögnin líka að vera sterkbyggð og ekki með skarpar brúnir sem börnin geta meitt sig á. AJ Vörulistinn býður upp á stóla af öllum stærðum og gerðum, allt frá litríkum stólum til þægilega bólstraðra stóla fyrir háskóla. Hér að neðan má lesa meira um vörurnar okkar.

Alhliða plaststólar

Nemendur eyða miklum hluta dagsins sitjandi í kennslustofum. Ef stólarnir sem þau sitja á eru óþægilegir verða þau eirðarlaus og missa einbeitinguna. Í kennslustofum þurfa að vera sterkir og endingargóðir stólar sem þola álagið sem fylgir löngum setustundum nemendanna. Plaststólar eru góðir valkostir fyrir kennslustofur í skólum. Þeir eru auðveldir í viðhaldi og þola jafnvel erfiðustu aðstæður í skólanum. Þessir stólar eru gerðir úr sterku pólýprópýlen. Þeir eru með einstaka hallavörn sem kemur í veg fyrir að nemendurnir halli sér of langt aftur. Þeir eru ekki með nein oddhvöss horn, sem minnkar hættuna á slysum.

Alhliða nemendastólar

Einlitur stóll með plastsæti og stálundirstöðu sómir sér vel í kennslustofum og matsölum en nýtist einnig vel á biðstofum eða almenningsrýmum. Þú getur valið stóla sem eru einfaldir í útliti eða stóla með mun vandaðri ásýnd. AJ Vörulistinn býður upp á nemendastóla í mismunandi útgáfum og verðflokkum. Við erum með endingargóða og fjölhæfa stóla á hjólum sem eru hæðarstillanlegir og hjálpa notandanum að viðhalda þægilegri vinnustellingu. Þeir eru frábær lausn, ef þú þarft til dæmis að rúlla stólnum á milli tveggja eða fleiri skrifborða. Ef þú vilt vera með annars konar nemendastóla eru jafnvægisstólar mjög góð fjárfesting. Þeir fá notandann til að þjálfa stoðkerfisvöðvana og forðast um leið bakverki og þess háttar sem geta fylgt löngum setum.

Scientia nemendastólar

Scientia nemendastólarnir henta mjög vel fyrir nemendur á öllum aldri. Þeir eru með duftlakkaða stálgrind og þægilega setu úr harðpressuðu viðarlíki. Það er slitsterkt og auðþrífanlegt efni sem er kjörið fyrir krefjandi aðstæður í skólum. Ein útgáfan er með setu sem klædd er með mjúku, svörtu áklæði og er mjög þægileg til setu. Háu Scientia stólarnir eru einnig með fótstall sem dregur úr álagi á fótleggi og fætur. Við bjóðum einnig upp á mikið úrval af húsgögnum fyrir skólabókasöfn, búningsklefa og aðra staði í skólanum. Þú getur fengið ítarlegri upplýsingar á vefsíðu okkar.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

NemendahirslurNemendaskáparHæðarstillaneg nemendaborð