Geymsluhúsgögn fyrir skóla og kennslustofur

Geymsluhúsgögn fyrir skóla

AJ Vörulistinn býður upp á sterka og stöðuga geymsluskápa sem hannaðir eru til að standast strangar kröfur um gott geymslupláss og mikið slitþol, sem gerir þá að fullkomnum valkosti fyrir skóla og kennslustofur. Úrvalið okkar af skápum er með mikið geymslupláss fyrir fjölmarga hluti sem nauðsynlegt er að hafa í kennslustofunni, eins og föndurvörur og ritföng. Hér að neðan má sjá aðrar geymslulausnir fyrir skólann.

Skúffueiningar fyrir kennslustofuna

Með RICO húsgagnalínunni færðu einföld en ótrúlega fjölhæf geymsluhúsgögn. Hillurnar okkar eru sveigjanlegar og fyrirferðalitlar og fáanlegar í mörgum mismunandi útgáfum með mismunandi fjölda hólfa. Þær eru fáanlegar með sökkulgrind eða með læsanlegum hjólum ef þörf er á færanlegum hillum. Þú getur staðsett hilluna upp við vegg eða í miðju herberginu til að skipta upp rýminu. Þú getur bætt við hurðum og skúffum til að hjálpa þér að halda utan um liti, tússpenna, krítar, pappír og föndurvörur. Við erum einnig með mikið úrval af bókaskápum og hillum og geymslueiningum af ýmsu tagi.

Bókaskápar

Bókaskápar eru nauðsynleg húsgögn í öllum menntastofnunum. Húsgögnin okkar eru gerð til að mæta þörfum um gott geymslupláss og til að þola mikið álag og slit og eru því kjörin fyrir krefjandi aðstæður.

Dýnuskápar

Með dýnuskáp er auðvelt að geyma dýnur, kodda og sængur á leikskólum og barnaheimilum og ganga að þeim vísum þegar börnin leggja sig og halda einnig umhverfinu hreinu og snyrtilegu.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

NemendahirslurNemendaskáparHæðarstillaneg nemendaborð