Skólaborð sem skap örvandi námsumhverfi
Skólar og leikskólar þurfa að eiga borð af öllu tagi, allt frá borðum fyrir kennslustofuna til auðþrífanlegra mötuneytisborða eða alhliða borða fyrir föndur og leiki. Þau þurfa einnig að þola mikið slit og álag. Þar að auki þurfa borðin að vera í þeirri hæð að börn á öllum aldri geti setið þægilega við þau. Þú getur fundið borðin sem þú þarft hjá AJ Vörulistanum. Borð fyrir nemendur á öllum aldri
Borð í kennslustofum verða að geta staðist stanslausa notkun ár eftir ár af nemendum sem oft bera litla virðingu fyrir húsgögnunum í skólanum. Slitsterkt yfirborð og sterkar undirstöður eru alger nauðsyn. Mismunandi stærð og lögun henta mismunandi kennslustofum. Í sumum kennslustofum er æskilegt að hver nemandi sé með sitt eigið borð en í öðrum er gott að vera með borð sem gerð eru fyrir hópavinnu. AJ Vörulistinn býður upp á úrval af sterkbyggðum borðum í mismunandi stærð, lögun og hæð sem geta sinnt þörfum allra aldurshópa.Samfellanleg borð sem lítið fer fyrir í geymslu
Samfellanleg borð eru kjörin fyrir skóla með sal sem er notaður fyrir margs konar mismunandi viðburði og nauðsynlegt er að geta breytt úr matsal í samkomusal á auðveldan hátt. Samfellanleg borð nýtast vel fyrir tímabundna viðburði þar sem ganga þarf frá öllu og rýma svæðið í lok dagsins. Það er auðvelt að fella þau saman og færa þau í geymslu á borðvagni. Leikborð fyrir ung börn
Leikborð eru hönnuð með sérstakan tilgang í huga, hvort sem það eru listir, vísindi eða leikir. Borð með stórt yfirborð og mikið geymslupláss undir borðplötunni, eins og MOLLY borðið eru tilvalin fyrir föndurvinnu og gefa börnunum mikið rými til að vinna með og pláss fyrir allt sem þau þurfa innan seilingar. Vatns- og sandgryfjurnar okkar eru frábær kennslutæki sem fræða börnin um umhverfið í kringum þau. Gryfjan er í fullkominni hæð fyrir leikskólabörn og er með lok svo að hægt er að setja það til hliðar á öruggan hátt. AJ Vörulistinn er einnig með leikskólaborð með innbyggt stækkunargler eða ljós til að börnin geti skoðað ýmsa hluti sem þau finna í náttúrunni nánar. Borð fyrir hávaðasama og fjöruga matsali í skólum
Það er mikilvægt að hægt sé að þurrka af borðum í matsölum fljótt og auðveldlega þegar matartíminn er búinn. Harðpressað viðarlíki er slitsterkt en viðhaldsfrítt efni sem þolir vel mikið álag og slit og tíðar hreingerningar sem fylgir notkun húsgagna í skólum. Matarborðin okkar geta að auki dregið úr hávaða og skapað rólegra andrúmsloft vegna þess að borðplöturnar búa yfir hljóðdempandi eiginileikum.