Hljóðdempun og skilrúm

Hljóðdempandi vörur fyrir skóla og forskóla

Of mikill hávaði getur haft neikvæð áhrif á getu barna til að einbeita sér að að lærdómnum. Hljóðdempandi þil eru einföld leið til að draga úr hávaða í kennslustofunni. Rannsóknir hafa sýnt að hljóðdempandi þil hjálpa nemendum að ná betri einbeitingu. AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af hljóðdempandi þiljum sem draga úr hávaðanum í kennslustofunni.

Hljóðdempandi veggþil

Hljóðdeyfandi þil sem hanga á veggnum gleypa í sig hljóðbylgjur og koma í veg fyrir að þær endurómist um herbergi og draga þannig úr bakgrunnshávaða. Þau virka best þegar þau eru hengd upp gegnt hvor öðru þannig að þau vinni saman. Þessi skrautlegu veggþil eru fáanleg í mörgum mismunandi stærðum og formum og einnig í mismunandi litum og með skemmtilega hönnuðum mótífum. Sum hljóðdempandi þil nýtast einnig sem skilaboðatöflur.

Vegghengd þil

Þessar einstöku, hljóðgleypandi veggeiningar sem AJ Vörulistinn býður upp á eru hannaðar til að vera skemmtilegar og vekja athygli barnanna ásamt því að lífga upp á kennslustofuna. Þær eru líka mjög hagnýtar þar sem þær gleypa í sig hávaða frá hrópum og köllum, skraphljóðum og skellum. Það er auðvelt að hengja þær upp með frönskum rennilás og með þeim fylgir slá sem heldur þeim frá veggnum til að hljóðdeyfandi eiginleikar þeirra njóti sín sem best. Þær eru settar saman úr tveimur lögum, vefnaði með prentuðu mynsti og hljóðgleypandi filtefni.

Hljóðdeyfandi loftþil

Hljóðdempandi einingar sem hanga niður úr loftinu draga úr hávaða sem stafar af bergmáli í rýmum með mikla lofthæð. Þær eru tilvaldar fyrir kennslustofur, matsali og móttökurými. Samkvæmt rannsókn frá KTH, Konunglega Tækniháskólanum í Stokkhólmi, draga hljóðdempandi einingar úr tímanum sem kennarinn þarf að eyða í að koma á ró í bekknum í byrjun kennslustundarinnar og nemendur standa sig betur á prófum sem byggja á hlustun. Hljóðdempandi svampþil geta verið einföld og árangursrík lausn til að draga úr hávaða í hvaða skóla sem er. Mörg þeirra eru á hagkvæmu verði og virka líka sem fallegir innanstokksmunir. Hafðu samband við okkur ef þig vantar ráðgjöf varðandi val á hljóðdempandi lausnum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

NemendahirslurNemendaskáparHæðarstillaneg nemendaborð