Öskubakkar til notkunar utan- og innanhúss

Á mörgum vinnustöðum þarf góðar lausnir fyrir reykingafólk sem þarf að komast út í reykingapásur. AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af öskubökkum og Ílátum fyrir sígarettustubba fyrir fyrirtæki sem vilja setja upp snyrtilegt reykingasvæði fyrir utan vinnustaðinn. Þú getur lesið nánar hér að neðan um hvaða vörur henta þínum aðstæðum best.

Öskubakkar fyrir útiborð

Við seljum öskubakka með mjög þétt lok, sem gerðir eru úr eldföstu efni. Lokin varna því að reykur og reykjarlykt berist frá öskubakkanum og koma því í veg fyrir að ólykt sitji eftir á reykingasvæðinu. Öskubakkanir eru klassískir í útliti og stílhreinir og sóma sér því vel þar sem setið er á útisvæðum. Það má nota þessa öskubakka á veröndinni fyrir utan vinnustaðinn, á tilgrendum reykingasvæðum eða á veröndinni heimafyrir. Það er auðvelt að hreinsa öskubakkann með því að taka lokið af og það má jafnvel þvo hann í uppþvottavél. Þegar öskubakkinn er fullur má tæma hann í stærra ílát.

Frístandandi öskubakkar

AJ Vörulistinn selur öskubakka sem hægt er að stilla upp á gólfinu án stuðnings og eru klæddir með eldtefjandi efni. Þeir eru mjög harðgerðir og með gott viðnám gegn beyglum, tæringu, sprungum og þess háttar. Innra ílátið er galvaníserað og auðvelt að losa það til að hreinsa það. Það slokknar fljótt í sígarettustubbum sem settir eru í öskubakkann vegna þess að lítið súrefni kemst að þeim. Það er mjög hentugt fyrir öskubakka sem eru notaðir utandyra þar sem enginn hefur auga með þeim. Við bjóðum upp á mikið úrval af mismunandi öskubökkum til notkunar utandyra, þar á meðal frístandandi, læsanlega öskubakka, ferkantaða öskubakka, klassíska öskubakka og fleira. .

Veggfestir öskubakkar

Fyrir utan frístandandi öskubakka er AJ Vörulistinn einnig með öskubakka sem má festa við vegginn. Þeir eru fáanlegir í mismunandi útgáfum og eru búnir ýmsum góðum eiginleikum, eins og duftlökkuðu yfirborði sem er vel varið gegn veðri og vindum, innra íláti úr galvaníseruðu stáli, veggfestingum sem fylgja og fleiru. Sumir öskubakkana eru með lás og þeir eru góðir valkostir ef þörf er á meira öryggi á þínum vinnustað. Við bjóðum einnig upp fjölmargar svipaðar vörur, eins og sorptunnur, ruslakörfur undir pappírsrusl og fleira sem hjálpar þér að ganga frá rusli og halda umhverfinu snyrtilegu. Skoðaðu úrvalið okkar og veldu þær vörur sem henta þér best.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

GarðbekkirHjólarekkarStólar og Bekkir