Vinnuvistvænir fylgihlutir

Office design case study

Virk skrifstofa: starfaðu þar sem hugurinn þinn er, ekki þar sem skrifborðið þitt er!

Lesa meira

Vinnuvistvænir fylgihlutir sem auka þægindin

AJ Vörulistinn leitast við að bjóða upp á mikið úrval af vönduðum skrifstofuhúsgögnum sem stuðla að góðu vinnuumhverfi. Við bjóðum því upp á vinnuvistvæna skrifstofustóla, vinnuvistvæn skrifborð, standandi skrifborð, virka stóla og margt fleira. Húsgögn af þessu tagi koma í veg fyrir eða draga úr hættunni á að notendur þurfi að þjást af verkjum í baki eða hálsi eða eigi við önnur stoðkerfisvandamál að stríða.Til að bjóða starfsfólkinu up á vinnuvistvæna lausn seljum við einnig ýmsa fylgihluti fyrir skrifborðin. Þar á meðal eru mismunandi tegundir af skjáörmum og armhvílum. Hér á eftir má lesa meira um vinnuvistvæna fylgihluti frá okkur og fjárfesta í þeim sem henta þínum vinnustað.

Skjáarmur

Fyrsta gerðin okkar af skjáörmum er með fimm stillanlega liði sem þú getur notað til að stilla skjáinn framávið, aftur, niður og til hliðar. Önnur gerðin er tvöfaldur armur, sem hentar mjög vel ef verið er að vinna við tvo skjái á sama tíma. Þriðja gerðin er með gaspumpu og honum fylgir festing til að festa hann á skrifborðið. Með skjáörmunum okkar er fljótlegt og auðvelt að stilla skjáinn í sem besta stöðu. Með því að stilla skjáinn í bestu mögulegu stöðuna má draga úr þreytu í augum, baki og hálsi og fara betur með líkamann. Við bjóðum upp á arma í stílhreinum, álgráum lit sem fellur vel inn í hvaða umhverfi sem er.

Armhvílur

Ef þú vilt skapa þægilegar vinnuaðstæður fyrir starfsfólk er gott að fjárfesta í stuðningspúðum fyrir framhandleggina. Framhandleggsstuðningurinn léttir álagi af öllum framhandleggnum og úlnliðnum þannig að ekki þarf að hafa áhyggjur af þreytu í handleggjum og streitu í öxlum á meðan unnið er við tölvuna. Það skiptir ekki máli hversu stórt skrifborðið er eða hver lögun þess er því það er auðvelt að stilla stuðningspúðann, sem er svartur að lit og mjög þægilegur.