Rúllukollar fyrir lagera og skjalageymslur

Handhægir rúllukollar gefa þér fljótlegt og auðvelt aðgengi að háum hillum og skápum á vinnustaðnum, í verslunum , bókasöfnum eða öðrum stöðum. AJ Vörulistinn býður upp á takmarkað en áreiðanlegt úrval í mismunandi litum. Við getum líka boðið upp á tröppur af ýmsu tagi sem henta mismunandi aðstæðum.

Hvað er rúllukollur

Lítil trappa eða rúllukollur kemur sér vel þegar þú þarft að ná upp í hærri hillur á þægilegan og öruggan hátt. Hún er aðeins með tvö þrep með pallinum, sem einnig má nota sem sæti. Þetta er handhægt verkfæri sem gott er að hafa við hendina ef þú átt erfitt með að ná up í efstu hillurnar í skápum eða bókahillum. Það er auðvelt að færa tröppuna til með því að ýta við henni með fætinum þar sem fjaðurspennt hjólin rúlla léttilega yfir öll gólf, þar með talið teppalögð gólf. Hjólin dragast inn þegar staðið er á tröppunni svo hún helst tryggilega kyrr á meðan hún er í notkun.

Slitsterkur rúllukollur úr stáli

Stálkollurinn okkar er með tvö þrep sem klædd eru með riffluðu gúmmí til að koma í veg fyrir að þú rennir til á meðan þú stendur á honum. Hann er gerður úr duftlökkuðu stáli með þykkan gúmmístuðara að neðan sem heldur honum kyrrum og verndar gólf og veggi gegn rispum. Stálið þolir mikla og stöðuga notkun og hann getur borið allt að 150 kg þunga.

Rúllukollur úr plasti

Létt trappa úr plasti, sem auðvelt er að færa til á bókasöfnum, lagerrýmum verslana og skjalageymslum. Hún er gerð úr endingargóðu plasti sem er auðvelt í þrifum og viðhaldi, með gúmmíhring umhverfis botninn sem heldur henni kyrri á meðan hún er í notkun. Þrepin tvö eru með rifflað yfirborð sem er mjög stamt og kemur í veg fyrir hálkuslys. Hjá AJ Vörulistanum má finna fjölbreytt úrval af stigum og öðrum búnaði sem er hannaður til að tryggja öryggi þeirra sem þurfa að vinna í einhverri hæð frá gólfinu. Þú getur skoðað úrvalið okkar af tröppum og stigum og fundið rétta búnaðinn fyrir þínar aðstæður. Allar vörurnar okkar uppfylla viðmiðunarreglur EN-131 þar sem þar á við.