Skólamottur

Bættu mottu eða teppi við lestrarhornið eða leiksvæðið þannig að þægilegra sé fyrir börnin að setjast niður. Þú getur valið um venjulegar mottur eða mottur sem eru meira örvandi og fræðandi fyrir börnin. Fyrir kappsamari og fjörugri leiki þarf leikfimidýnur eða álíka til að koma í veg fyrir meiðsli.

Gólfmottur fyrir skóla

Við erum með mikið úrval af mottum fyrir leikskóla, þar á meðal mottur þar sem börnin geta hoppað í parís eða mottur með götumynstri sem örva ímyndunarafl þeirra. Þú getur hvatt börnin til að læra stafrófið eða að reikna með mottum með bókstöfum eða tölustöfum. Allar barnamotturnar okkar með myndum eru með stutt flos og með hálkuvörn að neðanverðu sem halda þeim kyrrum þótt mikið gangi á í leikjum barnanna.

Leikmottur fyrir leikskóla og barnaheimili

Hringlaga mottur koma vel út í flestum aðstæðum og í vöruúrvali okkar er hægt að velja úr ýmsum stærðum og litum. Þú getur sett saman nokkrar mottur í sama lit eða búið til skemmtilegar og líflegar samsetningar með því að blanda saman mismunandi litum og formum. Hringlaga motturnar okkar eru andrafmagnandi og eldfastar og gerðar úr 100% pólýamíð - sem gerir þær að hágæða vöru með langan líftíma.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

NemendahirslurNemendaskáparHæðarstillaneg nemendaborð