Bókasafnshúsgögn fyrir skóla og leikskóla

Í skólabókasöfnum þurfa að vera svæði þar sem hægt er að læra, blanda geði við aðra nemendur, vinna saman í hóp eða að slaka á. Bókasöfn ættu að bjóða upp á umhverfi sem hvetur til lesturs og lærdóms. Það er þess vegna mjög mikilvægt að bækurnar séu vel sýnilegar og aðgengilegar. Þannig skipta bókahillur og skápar mjög miklu máli í hönnun bókasafna. Að auki gegnir gott geymslupláss mikilvægu hlutverki á bókasafninu. Hér að neðan má lesa nánar um bókasafnshúsgögn sem við bjóðum upp á.

Nýtískulegar hillusamstæður fyrir bókasöfn

Bókasafnshillurnar okkar eru tilvalinn kostur fyrir skólabókasafnið þitt þar sem þær eru mjög hagnýtar og með mikið geymslupláss, en það er einnig hægt að laga þær sérstaklega að þínum þörfum. Fjöldi hillna er mismunandi fyrir hverja einingu svo þú getur valið þá sem hentar bókasafninu þínu best. Þú getur bætt við grunneininguna viðbótareiningum, sem þýðir að þú hefur tækifæri til að sérsníða geymslulausn út frá stærð herbergisins og öðrum húsgögnum.

Bókahillur á hjólum

Bókavagnar geta verið rýmissparandi og sveigjanleg lausn fyrir bókasöfn og kennslustofur. Þeir eru með geymsluhólf á báðum hliðum og gefa þér mikið geymslurými sem tekur lítið pláss. Hjólin gera auðvelt að færa hann þangað sem hans er þörf.

Bókavagnar

Handhægir og meðfærilegir bókavagnar eru frábær lausn til að geyma og flytja bækur og eru fullkomnir fyrir bókasöfn og lestrarhorn í skólum. Bókavagnarnir henta líka vel fyrir skrifstofur og fyrirtæki sem þurfa að flytja bækur og möppur fljótt og auðveldlega. Einn af þægilegri eiginleikum bókavagnanna okkar eru færanlegar hillur, sem gera mögulegt að laga vagninn að stærðinni á bókum eða möppum sem verið er að flytja. Hillunum er hallað aftur á við þannig að bækurnar detta ekki af vagninum í flutningum. Vöruúrvalið okkar inniheldur einnig tvíhliða bókaskáp sem má staðsetja hvar sem er í rýminu og einnig nota til að skipta því upp. Það má líka bæta hjólum undir þennan kyrrstæða skáp og breyta honum þannig í bókavagn.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

NemendahirslurNemendaskáparHæðarstillaneg nemendaborð