Allt sem þú þarft fyrir vöruhúsið eða verkstæðið
Hjá AJ Vörulistanum má finna mikið úrval af búnaði og húsgögnum fyrir vinnustaði eins og vöruhús, dreifingarmiðstöðvar, verkstæði og verksmiðjur. Hvort sem þú ert að leita að geymslulausnum fyrir vöruhúsið, vinnubekkjum, flutningavögnum, mottum eða ruslatunnum, getum við hjálpað þér. Við bjóðum líka upp á mikið úrval af heilsu- og öryggisvörum. Þú geur pantað beint af vefsíðu okkar eða fengið ráðgjöf frá okkur þér að kostnaðarlausu. Vöruhúsahillur
Viðamikið úrval okkar af vöruhúsahillum býður upp geymslukosti fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og frá litlum lagerrýmum til stórra vöruhúsa. Ultimate er hillukerfi frá okkur í hæsta gæðaflokki sem býður upp á hefðbundnar brettahillur en inniheldur einnig kapaltromlurekka. Við getum hjálpað þér að finna hillukerfi á góðu verði sem nýtir geymsluplássið á sem bestan hátt. Ef brettarekkar henta ekki þínum þörfum bjóðum við einnig upp á greinarekka, smávöruhillur og léttari hilusamstæður.Vörumeðhöndlun
AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af vögnum, kerrum og lyftitækjum sem geta hjálpað þér að gera alla meðferð á vörum öruggari og skilvirkari. Hvernig sem vörurnar eru að stærð, þyngd eða lögun eru við með hjálpartæki sem gerð eru til að draga úr líkamlegri áreynslu við flutninga og minnka hættuna á slysum með því að gera líkamstöðu notendanna vinnuvistvænni. Við erum með pallvagna, hilluvagna, sekkjatrillur og bögglagrindur fyrir flutninga innan vinnustaðarins og brettatjakka og brettagrindur sem auðvelda meðhöndlun á vörubrettum við vörudreifingu og geymslu. Þegar lyfta þarf þungum farmi geturðu valið úr stöflurum, lyftiborðum, fylgibúnaði fyrir gaffallyftara og flutningapalla.Verkstæðisskápar
Framleiðslufyrirtæki og samsetningarverksmiðjur þurfa öruggt geymslupláss fyrir verkfæri og búnað, sem er jafnframt aðgengilegt fyrir notendur. Læsanlegir verkfæraskápar eru góð lausn fyrir dýrari búnað á meðan verkfærakrókar og spjöld gefa þér fljótlegt og auðvelt aðgengi að verkfærunum á meðan þú vinnur.Vinnubekkir og vinnustólar
Burtséð frá því hverjar þarfir þínar eru eða hvað fjárhagurinn leyfir, erum við með vinnubekk fyrir þig. Við bjóðum upp á færanlega vinnubekki, sterkbyggða vinnubekki sem geta borið allt að 1000 kg og jafnvel hæðarstillanlega bekki. Við erum með pakkalausnir sem hægt er að sníða að þínum þörfum, með innbyggt geymslupláss, upphengi fyrir verkfæri, rúllukefli í borðplötunni og fleira. Við erum einnig með úrval af vinnustólum sem hjálpa þér að finna bestu vinnustellinguna, hvort sem þú vilt standa eða sitja við vinnuna.