Vinnustólar fyrir verkstæði og vöruhús

Vel hönnuð sæti skipta miklu máli þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks fyrirtækja. Komdu í veg fyrir bakverki og stoðkerfisvandamál vegna slæmrar líkamsstöðu með vönduðum vinnustólum og kollum frá AJ Vörulistanum. Við bjóðum upp á stóla með mismunandi sætishæð og framleidda úr mismunandi hráefnum. Þú getur valið stóla og kolla sem henta þinni vinnu best, hvort sem það er á verkstæði, verksmiðju, rannsóknarstofu eða öðrum krefjandi vinnustað.

Verkstæðiskollar

Kollarnir okkar eru mjög fjölhæfir og henta vel fyrir verkstæði og iðnaðarumhverfi. Vöruúrvalið okkar inniheldur hæðarstillanlega kolla, sem gera þér mögulegt að laga þá að þínum líkama og verkinu sem verið er að vinna. Við erum með kolla með stillanlegum fótstalli sem styður vel við fótleggi þína og fætur yfir daginn eða eru búnir snúningshjólum sem leyfa þér að færa þig auðveldlega til á milli vinnustöðva.

Stólar fyrir vöruhúsið

Slitsterkir vinnustólar sem þola mikið álag í krefjandi aðstæðum. Þeir eru með vinnuvistvænan búnað og stillingarmöguleika sem gerir þá mjög þægilega og gerir að verkum að hægt er að laga þá að hverjum notanda og finna bestu vinnustellinguna.

Vinnustólar

Við bjóðum upp á vinnustóla af öllu tagi, allt frá stólum með sæti úr pólýúretan til stóla fyrir sótthreinsuð herbergi og vinnuvistvænna stóla úr andrafmagnandi efni. Fyrir þá sem þurfa að standa við vinnuna bjóðum upp á tyllistóla, sem létta álagi af baki og fótleggjum. Þegar þú ert búinn að velja þér vinnustól, því ekki að nota tækifærið til að skoða allt úrvalið okkar af vöruhúsa- og verksmiðjuhúsgögnum og vörum? Þú getur fundið allt sem þig vantar hjá okkur, þar á meðal vöruhúsahillur ásamt búnaði og tækjum til að lyfta og flytja vörur.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

Borð og vinnubekkirMotturVerkfæraskápur