Gólfskilrúm og veggir fyrir skrifstofuna

interior design inspiration

Ertu að leita að ráðum um innanhússhönnun á vinnustað?

Lestu greinar okkar til að fá innblástur

Gólfskilrúm og skilrúmsveggir fyrir skrifstofuna

Ef þú ert að leita að einföldum leiðum til að aðskilja skrifborðin eða ef þú þarft að nýta allt plássið sem þú hefur á hugvitsamlegan hátt eru skrifstofuskilrúmin okkar besta lausnin fyrir þig. Við bjóðum upp á úrval af skilrúmum sem geta uppfyllt þarfir þínar, allt frá því hvar þú vilt staðsetja þau til þess að gefa þér möguleika á að hengja upp skilaboð og myndir. Lestu nánar um mismunandi tegundir af skilrúmum og notkunarmöguleika þeirra.

Gólfskilrúm fyrir skrifstofuna

Með gólfskilrúmum er hægt að búa til aðskilið rými innan skrifstofunnar. Þau gleypa líka í sig hljóð og draga úr hávaða sem hefur truflandi áhrif á vinnuumhverfið. Gólfskilrúmin okkar samanstanda af gegnheilum viðarramma og sérstaklega hannaðri, hljóðgleypandi pólýester fyllingu sem er gerð úr endurunnu hráefni. Viðarramminn er bólstraður með slitsterku áklæði. Þú getur notað mismunandi tegundir af festingum til að tengja skilrúmin saman á mismunandi hátt til að setja saman lengri skilrúmsvegg. Skilrúmin okkar fást líka í mismunandi litum þannig að þú getur valið þann lit sem passar best við skrifstofuhúsgögnin og menningu fyrirtækisins. Þú getur líka valið fætur undir skilrúmin sem henta þínum þörfum. Það eru mismunandi tegundir í boði, allt frá stillanlegum T-laga eða U-laga fótum til fóta á hjólum sem gera auðvelt að færa skilrúmið til. AJ Vörulistinn er með vörur sem mæta þínum þörfum.

Borðskilrúm

Búðu til persónulegra vinnuumhverfi fyrir starfsfólkið með því að aðskilja skrifborðin með borðskilrúmunum okkar. Þau eru fyrirferðalítil en þau draga mjög vel úr hávaða þar sem þau eru SP- vottuð fyrir hljóðdempun. Þau hjálpa starfsfólkinu að einbeita sér að vinnunni án truflana. Það fer minna fyrir skrifborðskilrúmum en gólfstandandi skilrúmum en þau skapa samt næði í sama mæli. Að auki er hægt að bæta hillum í mismunandi stærðum við sumar einingarnar og þannig búa til geymslupláss fyrir mikilvæga hluti sem þurfa að vera innan seilingar. AJ Vörulistinn selur einnig úrval af fylgihlutum með þessum skilrúmum, eins og borðfestingar og fleira.

Aðrir notkunarmöguleikar

Skrifstofuskilrúm eru aðallega notuð til að nýta rýmið til fulls og til að skapa næði. Skilrúmin okkar eru hins vegar ekki aðeins hönnuð til að vera aðlaðandi í útliti heldur má nýta þau á margvíslegan annan hátt, til dæmis sem tilkynningatöflur eða tússtöflur. AJ Vörulistinn býður einnig upp á mikið úrval af húsgögnum fyrir skrifstofur og fundarherbergi sem bæta vinnuaðstæður og auka skilvirknina á vinnustaðnum.