Stórir og rúmgóðir hornsófar

AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af sófum og þægilegum sætum fyrir skrifstofur, sem gera þér mögulegt að búa til aðlaðandi og notalegt rými fyrir starfsfólk og gesti. Hverjar sem þínar þarfir eru eða plássið sem er í boði, þá höfum við rétta sófann fyrir þig.

Veldu hornsófa fyrir skrifstofuna

Hornsófinn á skrifstofunni þarf að þola mun meira álag og slit en sófinn í stofunni heima. Taktu með í reikninginn í hvaða aðstæðum á að koma sófanum fyrir. Verður hann í stöðugri notkun? Þarftu að geta gert hreint undir honum til að halda umhverfinu snyrtilegu? Þarftu að geta þvegið áklæðið? Margir af sófunum okkar eru með fætur sem lyfta þeim af gólfinu þannig að hægt sé að gera hreint undir þeim; sumir þeirra eru með losanlegt áklæði á meðan aðrir eru klæddir með leðuráklæði sem hægt er að strjúka af. Fyrir setu sem heldur lögun sinni við mikla notkun geturðu valið kalda svampfyllingu og nozag fjöðrun. Slitþol áklæðisins er metin á Martindale skalanum: Því hærri einkunn, því slitþolnara er áklæðið.

KIM hornsófasett

Vinsæla KIM hornsófasettið okkar samanstendur af 3x3 sætum, sem þýðir að sex einstaklingar geti setið þægilega saman. Viðargrindin gerir auðvelt að gera hreint undir sófanum og sessurnar eru allar lausar og með áklæði sem hægt er að fjarlægja og setja í þvottavél, þannig að sófinn er alltaf hreinn og ferskur þótt hann sé mikið notaður. Þar sem fyllingin og áklæðið umvefja efri hluta sófans er hann öruggur valkostur fyrir skóla eða aðra staði þar sem líklegt er að börn séu mikið á hreyfingu.

Veldu einingasófa til að búa til sérsniðna lausn

Þú getur líka búið til hornsófa sem er sniðinn fullkomlega að þínum þörfum með því að velja sófaeiningar. Með sófa sem samsettur er úr einingum geturðu ákveðið hversu breiðar hliðar sófans eiga að vera. Ef þú ert með einn stuttan vegg og einn langan vegg geturðu haft eitt sæti á styttri veggnum, horneiningu í miðjunni og þriggja sæta sófa á hinni hliðinni. U-laga samsetning getur kannski komið vel út í móttökunni. Þá geturðu valið tvær horneiningar og byggt upp hliðarnar eftir þínu höfði. Á vefsíðu okkar geturðu fundið mikið úrval af skrifstofuhúsgögnum sem henta öllum skrifstofum.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

SetukubbarEiningasófarKollarArmstólarSófaborð