Einingasófar

Einingasófar fyrir móttökur og biðstofur

AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af sófum og þægilegum sætum fyrir skrifstofur, sem gera þér mögulegt að búa til aðlaðandi og notalegt rými fyrir starfsfólk og gesti. Hverjar sem þínar þarfir eru eða plássið sem er í boði, þá höfum við rétta sófann fyrir þig. Einingasófar koma sér vel til að fullnýta plássið sem er í boði. Það má laga einingasófann að rýminu, sem leyfir þér að setja saman lítinn sófa ef þú hefur takmarkað pláss eða stærri sófa fyrir biðsal eða móttöku. Þeir gera þér líka mögulegt að setja saman einstakt húsgagn sem hrífur viðskiptavinina þegar þeir heimsækja skrifstofuna.

LISA hringlaga sófi

Þessi einingasófi er frábær lausn þegar bæta þarf við sætum án þess að þurfa að fjárfesta í lengri sófa. Sófinn samanstendur af samtengdum einingum. Hægt er að stilla sætunum upp einum og sér eða tengja þau saman í mismunandi uppsetningum. Sú útgáfa sem nær saman í hring er kjörin fyrir miðju rýmisins og gefur því opnara og meira aðlaðandi yfirbragð, á meðan útfærslan sem er í hálfhring getur líka verið staðsett upp við vegg efplássið er takmarkað. Hún er tilvalin fyrir ganga og biðstofur.

Hönnun að þínu höfði

Veldu sófaeiningar sem saman mynda skrifstofusófa sem setur einstakan svip á vinnustaðinn. Þú getur tengt einingarnar saman og búið til eitt, stórt og eftirtektarvert húsgagn eða byggt upp nokkra minni sófa sem passa saman. Bættu við sófaborðum til að leggja lokahönd á rýmið. AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af skrifstofuhúsgögnum sem hjálpa þér að skapa andrúmsloft sem passar við þitt fyrirtæki, burtséð frá stærð þess eða fjárhag. Fyrir utan skrifstofusófa erum við einnig með hæðarstillanleg skrifborð, skrifstofustóla, fundarborð og stóla, móttökuborð og margt fleira. Hafðu samband við okkur ef þig vantar hjálp við að finna réttu húsgögnin.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

SetukubbarKollarArmstólarSófaborðHornsófar