Setuhúsgögn fyrir móttökuna

Sófi sem hentar öllum skrifstofum

AJ Vörulistinn býður upp á mikið úrval af sófum og mjúkum sætum sem þú getur notað til að búa til meira aðlaðandi og þægilegt svæði fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini. Við eru með skrifstofusófa sem henta hvaða vinnustað sem er, allt frá hagkvæmum valkostum fyrir anddyrið eða kaffistofuna til vandaðra biðstofusófa sem vekja hrifningu viðskiptavinanna.

Veldu rétta sófann fyrir móttökuna á skrifstofunni

Það fyrsta sem viðskiptavinir, gestir eða nýtt starfsfólk sér af skrifstofunni á þínum vinnustað er móttökusvæðið. Það er mikilvægt að vera með þægilegan sófa í móttökunni til að búa til notalegt andrúmsloft og að fyrstu hughrifin verði góð. Það getur farið eftir fjárhagsaðstæðum hvernig sófa þú velur en það þýðir ekki að þú getir ekki fengið sófa sem tekur vel á móti gestum og lætur þeim líða vel. Hugsaðu um hvers konar húsgögn muni henta rýminu best. Stundum getur það farið eftir stærð og skipulagi rýmisins hvort þú velur hægindastól eða hornsófa, en það getur líka miðast við hvernig þú vilt að gestunum líði. Tveggja sæta sófi getur boðið upp á gott næði án þess að taka mikið pláss á meðan mjúkur kollur er mjög meðfærilegur, sem býður upp á mikinn sveigjanleika.

Sameiginleg vinnurými

Góðar fundarstofur stuðla að betri samvinnu milli samstarfsmanna. Það er vinsælt að setja upp óformlegt rými með sófa þar sem fólk getur komið saman á afslappandi hátt og átt stutta fundi og samtöl.Fyrir fámennari fundi getur sófi með hátt bak búið til gott næði með því að deyfa hljóðið frá samtölum og aðskilja þá sem þar sitja frá öðrum á skrifstofunni. Hann getur líka dregið úr utanaðkomandi hávaða og hjálpað starfsfólkinu að einbeita sér.

Þægileg hvíldarsvæði

Það er starfsfólki mjög til góðs að hafa góða kaffistofu eða setustofu þar sem það getur komist frá skrifborðinu og fengið sér kaffisopa eða hádegismat. Þú getur gefið starfsfólkinu meira val um hvernig það eyðir kaffitímanum með því að búa til notalegt rými með sófa, matarborðum, stólum, standandi barborðum og fleiru. Veldu þægilegan og litríkan sófa sem starfsfólkið getur notað til að slaka á og losna við streitu og þannig bætt afköstin og einbeitinguna þegar það snýr aftur til vinnu.

Keyptu skrifstofusófa sem passar við aðra innréttingar

Hvort sem þú vilt fá leðursófa fyrir skrifstofuna eða kýst frekar áklæði sem passa við liti fyrirtækisins, þá erum við með valkosti sem uppfylla þínar þarfir. Ef fjárhagurinn er takmarkaður er hægt að fá sófa úr gervileðri á viðráðanlegra verði sem sómir sér samt vel á biðstofunni. Á sama hátt eru áklæði í stöðluðum litum hagkvæmari kostur en sérpöntuð áklæði. Hjá AJ Vörulistanum geturðu fengið allt sem þú þarft til að innrétta aðlaðandi móttökurými. Þegar rétti sófinn er fundinn fyrir biðstofuna er hægt að velja fallegt afgreiðsluborð til að taka á móti gestum og viðskiptavinum og bæta við fatahengi, tímaritarekka og glæsilegri gerviplöntu til að búa til aðlaðandi andrúmsloft. Við erum líka með mikið úrval af skrifstofuhúsgögnum, þar á meðal standandi skrifborð, vinnuvistvæna skrifstofustóla, fundarborð og stóla og margt fleira.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

FatastandarSófaborðMóttökuborð