Móttöku- og afgreiðsluborð

Taktu á móti viðskiptavinunum með móttöku- eða afgreiðsluborði

Fyrstu hughrifin eru mikilvæg og þess vegna gerir AJ Vörulistinn sér grein fyrir mikilvægi móttökuborða. Um leið og tilvonandi viðskiptavinur eða starfskraftur kemur inn á skrifstofuna er móttakan og móttöku- eða afgreiðsluborðið það fyrst sem þau sjá. Við erum á því að móttökuborðið verði að vera stílhreint, nýtískulegt og aðlaðandi og valið af kostgæfni. Því bjóðum við upp á þetta úrval af fallegum og smekklegum móttökuborðum.

Afgreiðsluborð

Móttökuborðin okkar skiptast í L-laga og U-laga einingar sem hægt er að nota saman við hefðbundin borð. Móttökuhúsgögn á skrifstofum verða að falla vel að heildarútliti móttökurýmisins. Þess vegna gefum við þér val um tvö mismunandi form, allt eftir skipulaginu á skrifstofunni. L-laga afgreiðsluborðið er í þremur hlutum, með beina miðjueiningu sem auðveldlega má nota með frístandandi borði. U-laga borðið er í fjórum hlutum og er einnig með beina miðjueiningum. Borðin eru gerð úr viðarlíki sem er mjög slitsterkt og auðvelt í þrifum og viðhaldi. Bæði borðin eru fáanleg í þremur mismunandi litum, svo þú getur valið það afgreiðsluborð sem fellur best að móttökurýminu.

Bein móttökuborð

Við bjóðum upp á mikið úrval af móttöku- og afgreiðsluborðum.Beinu móttökuborðin okkar eru gerð úr annað hvort viðarlíki eða spæni. Það eru einnig mismunandi litir í boði. Við erum einnig með útgáfu sem gerð eru úr viðarlíki með varnarþil og sparklista úr áli. Þú getur sérsniðið borðið að þínum þörfum með því að setja saman mismunandi einingar í þeirri stærð og lögun sem hentar þínum þörfum. Þú getur sett borð með beinar línur saman við háar eða lágar horneiningar eða hvað sem þér hentar.

Hornskrifborð

Ef að eina plássið sem er laust í móttökurýminu er í horninu, getum við boðið upp á falleg móttökuborð sem hönnuð eru til að passa í hornin. Eins og með beinu borðin geturðu valið um spón eða viðarlíki og sniðið borðið að þínum þörfum. Að auki er hægt að setja þau saman við borð með beinar línur og búa til stórt og aðlaðandi móttöku-eða afgreiðsluborð. Við bjóðum upp á úrval af mismunandi litum og gerðum svo þú ættir að skoða myndir og lýsingar á vörunum til að hjálpa þér að velja réttu borðin. Við bjóðum einnig upp á alhliða lausn fyrir móttökuna sem gefur skrifstofunni mjög nýtískulegt yfirbragð. Hún inniheldur slitsterk vinnuborð og þægilegt geymslupláss sem er hulið sjónum gesta. Há afgreiðsluborðin eru kjörin staður fyrir bæklingastanda þar sem þeir blasa við öllum gestum og viðskiptavinum án þess að vera fyrir starfsmönnum móttökunnar. Ekki gleyma að hægt er að nota leiðarakerfi til að skipuleggja raðir og girða af svæði fyrir biðstofu í móttökunni.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

FatastandarSófaborð