Pakkatilboð af kaffistofuhúsgögnum

Fullbúin húsgagnasett fyrir matsali

Mötuneyti, kaffistofur, eldhús og aðrir staðir þar sem fólk neytir matar eru ómissandi hluti af vinnustöðum eins og skrifstofum, menntastofnunum og verksmiðjum. Til að starfsfólk og nemendur geti setið þægilega á þessum stöðum þurfa vinnuveitendur að fjárfesta í góðum borðum og stólum. AJ Vörulistinn leitast við að bjóða þér upp á klassísk, nútímaleg og nýtískuleg húsgögn. Skoðaðu eftirfarandi lista af mötuneytishúsgagnasettum til að fá nánari upplýsingar.

Húsgagnapakki fyrir veitingastaði

Fjárfestu í fallegum og þægilegum húsgögnum fyrir mötuneytið með veitingahúsapakkanum frá okkur. Húsgögnin má líka nota við viðburði eins og ráðstefnur og fundi þar sem þarf kannski aðeins meiri þægindi og vandaðra yfirbragð heldur en á hefðbundnum mötuneytishúsgögnum. Í þessum pakka eru borðin nægilega sterk til að þola álagið sem fylgir daglegri notkun og standast krefjandi aðstæður. Stólarnir í þessum pakka eru bólstraðir þannig að viðskiptavinir og starfsmenn geti setið í þægindum. Stólarnir eru staflanlegir sem gerir auðvelt að koma þeim í geymslu, sparar pláss og auðveldar hreingerningar.

Pakkalausnir fyrir mötuneytið

Við bjóðum upp á mikið úrval af fallegum húsgagnasettum fyrir matsali og mötuneyti af öllu tagi. Þú getur fundið rétta húsgagnasettið sem hentar þínum smekk, þörfum og fjárhag. Borðin eru með annað hvort hringlaga eða ferhyrnda borðplötu. Mörg húsgagnasettin okkar innihalda borð með plötu úr viðarlíki, sem gefur þeim slétt, hart og rispuþolið yfirborð. Flest borðin okkar geta einnig staðið stöðug á ósléttum gólfum vegna þess að þau eru með stillanlega fætur. Stólarnir eru stílhreinir og nettir og þægilegir til setu fyrir starfsfólkið. Stólar með rúnnaða frambrún draga úr álagi á lærin þegar setið er og bætir blóðflæðið til fótanna. Þú getur valið pakka með mismunandi marga stóla, frá 4 til 6. Við erum einnig með staflanlega stóla í þessum pakka.

Milla mötuneytispakki

Skoðaðu vinsælu mötuneytispakkana okkar, sem innihalda nýtískuleg og vönduð borð og stóla. Þetta eru húsgögn sem henta mjög vel fyrir, t.d., kaffistofur og matsali. Borðin eru með stillanlega fætur svo að þau geta staðið stöðug á ósléttum gólfum. Við seljum aðallega mötuneytishúsgögn sem gerð eru úr birki eða beyki eða hvítu eða svörtu viðarlíki, auk stóla í mörgum mismunandi litum. Hafðu samband við okkur ef þú ert með einhverjar spurningar og við aðstoðum þig með ánægju.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

MötuneytisborðStandborðSamfellanlegir stólar