- AJ Vörulistinn
- Kynningar
- Innréttingalausnir fyrir allan vinnustaðinn
Innréttingalausnir fyrir allan vinnustaðinn
Allt sem þú þarft fyrir skrifstofur, vöruhús og iðnaðinn, á einum stað.

Happiness at work frá 1975
Í meira en 50 ár höfum við hjálpað þúsundum fyrirtækja að gera daglega starfsemi á vinnustaðnum auðveldari. Við höfum verið til taks þegar nýjum fyrirtækjum er komið á fót, þegar fjölgað er í starfsliðinu og þegar þarfirnar hafa breyst – hvort sem það er á skrifstofum, í vöruhúsum eða í iðnfyrirtækjum.
Í okkar augum snúast innréttingalausnir um meira en bara húsgögn. Þær snúast um árekstralausa vinnustaði þar sem fólk getur starfað, fundið fyrir öryggi og blómstrað.
Með áratuga reynslu að baki, eðlislæga forvitni og fjölbreytt úrval af vörum í boði, hjálpum við þér að skapa aðstæður sem gera vinnudaginn auðveldari og leyfa þér og samstarfsfólki þínu að einbeita ykkur að því sem þið gerið best.
Þannig stuðlum við að vellíðan í vinnunni.
15.000 vörur sem allar eru með sama markmið: að skapa meiri ánægju við vinnuna.


Innréttingalausnir sem stuðla að meiri hamingju
Hvernig sem vinnustaðurinn þinn lítur út getur vel hönnuð vinnustöð skipt miklu máli. Með hæðarstillanlegum skrifborðum, vinnuvistvænum sætum og lausnum sem bæta hljóðumhverfið verður vinnan bæði þægilegri og sjálfbærari með tímanum. Þegar líkaminn fær réttan stuðning og umhverfið er sniðið að þörfum starfsfólksins stuðlar það að betri einbeitingu, öryggi og vellíðan. Það leiðir ekki aðeins til meiri afkasta heldur gerir starfsfólkið einnig ánægðara við vinnuna.
Skoðaðu okkar uppáhaldsvörur fyrir meiri gleði í vinnunni
Samstarfsaðili þinn fyrir allan vinnustaðinn
Hjá okkur finnurðu innréttingalausnir fyrir skrifstofur, vöruhús og iðnfyrirtæki. Það þýðir að þú þarft ekki að eiga við marga birgja í einu en færð í staðinn heildarlausn sem sameinar allt. Fjölbreytt vöruúrval okkar og áratuga reynsla gerir okkur einfalt að skapa vinnustað sem stenst tímans tönn, hverjar sem þarfir þíns fyrirtækis eru.

Nýtískulegt & stílhreint
Greinilega aðskilin svæði á öllum vinnustaðnum – með svörtum, eikar- og jarðlitum.Að hugmyndinni
Litríkt & áræðið
Líflegt og hlýlegt umhverfi sem hvetur til samveru – með blöndu af eik og hvítum húsgögnum.Að hugmyndinni
Bjart og ferskt
Timalaust umhverfi þar sem samvinnan er íí fyrirrúmi – með hvítum og bláum húsgögnum.Að hugmyndinniHvers vegna að velja AJ Vörulistann?
- Einn samstarfsaðili: Innréttingalausnir fyrir skrifstofur, vöruhús og iðnaðinn á einum stað
- Traustur valkostur: 15.000 vörur og 50 ára reynsla
- Dagleg starfsemi verður auðveldari: Stuttur afhendingartími, sveigjanleg greiðslukjör og auðveld skil
- Persónuleg leiðsögn: Sérfræðingar okkar veita þér aðstoð, án endurgjalds, á öllu stigum ferlisins
- Langtímalausnir: Endingargóðar vörur sem vaxa með fyrirtækinu þínu
Fáðu hjálp frá innanhússhönnunarsérfræðingum okkar!
Vantar þig aðstoð við að innrétta skrifstofuna? Innanhússhönnuðir okkar munu fúslega hjálpa þér að finna bestu lausnina útfrá þínum þörfum.
Ekkert verkefni er of stórt eða lítið!
