Bjart og ferskt – opið rými með róandi áhrif

Hér má sjá hugmynd að skrifstofu sem er björt og fersk, með húsgögnum sem eru í hvítum lit með bláum tónum. Hér sameinast opið skrifstofurými og litir sem saman skapa næði og stuðla að góðum anda á vinnustaðnum.

Snjallt litaval

Með því að bæta nokkrum húsgögnum í öðrum litum við annars alhvíta innréttingu fær skrifstofan stílhreint yfirbragð – en með líflegum andstæðum. Blár litur gefur til kynna ró og einbeitingu. Það gerir hann að frábærum andstæðulit sem tekur samt ekki yfir allt rýmið.

Náin samvinna í hefðbundnu umhverfi

Í opnu skrifstofuumhverfi þar sem teymisvinna er í fyrirrúmi getur verið hagkvæmt að vera með látlaus húsgögn í grunninn, með klassískum skrifborðum, skápum og fundarborðum. Til að
auðvelda samvinnu milli starfsfólksins er hægt að staðsetja skrifborðin þannig að vinnufletirnir renni saman. Hliðarskápar eru hagnýt leið til að bæta við geymsluplássi en halda samt rýminu opnu og hvetja til samskipta.

Fundarherbergi með fínlegum andstæðum

Ef þú vilt setja óhefðbundinn svip á klassískt fundarherbergi er hægt að innrétta það með bláum fundarstólum sem ekki ber mikið á en hafa samt áhrif. Hringlaga fundarborð auðveldar einnig fundargestum að sjá hvern annan.