
Nútímalegt & stílhreint – skrifstofuhúsgögn til ahendingar strax

Allir þeir eiginleikar sem þú þarft!
Hugmyndin felur í sér allt sem þú gætir óskað þér fyrir nútímalega skrifstofu: Persónuleg vinnurými, vel útbúin fundarherbergi og aðlaðandi samverurými. Að auki má finna skilrúm og hljóðdeyfandi einingar sem skapa vinnufrið og næði ásamt hagnýtum geymslulausnum sem einnig má nota til að skipta upp rýminu. Skoðaðu úrvalið og pantaðu beint frá okkur til að gefa bæði starfsfólkinu og skrifstofunni – sem og öllu fyrirtækinu – aukinn kraft.

Vinnuvistvænir vinnustaðir
Auðveldasta leiðin til að gera fyrirtækið vinnuvistvænna er að velja húsgögn sem leyfa þér að breyta um vinnustellingu. Í þeim flokki eru hæðarstillanleg skrifborð sem gera mögulegt að skipta á milli þess að sitja eða standa við vinnuna með því að ýta á hnapp.
Það er líka kostur að geta skipt á milli þess að nota hefðbundinn skrifstofustól og virkan stól þar sem líkaminn þarf að reyna á sig, en samt án þess að þú finnir fyrir því. Allt með velferð starfsfólksins í huga.
Samverurými með setustofuhúsgögnum

Sjáðu vörurnar sem við völdum

Sveigjanlega innréttað fundarherbergi

Góð afskermun og hljóðdempun
Í opnum rýmum þurfa innréttingarnar að hjálpa starfsfólkinu að halda einbeitingu. Þunn skilrúm á skrifborðunum geta skipt sköpum með því að skýla starfslólki gegn hljóð- og sjónrænum truflunum.
Við bjóðum einnig upp á lausn ef halda þarf stutta fundi á miðjum vinnustaðnum án þess að trufla samstarfsfólkið. Þú getur stillt upp tveimur hljóðdempandi hægindastólum með háar hliðar á móti hvorum öðrum og þannig búið til næði fyrir fámenna fundi.
Geymslupláss og afskermun í einu húsgagni
Hillur og skápar geta gegnt öðrum hlutverkum á skrifstofunni. Fyrir utan að bjóða upp á hagnýtt geymslupláss og halda röð og reglu á skrifstofunni er einnig hægt að nota frístandandi hillur og skápa sem skilrúm til að fullnýta opið skrifstofurými og skipta því upp í aðskilin svæði.
Það stuðlar einnig að betra hljóðumhverfi á skrifstofunni. Fleiri notkunarmöguleikar hafa þvi fleiri kosti í för með sér.