Nútímalegt & stílhreint – skrifstofuhúsgögn til ahendingar strax

Nútímalegt & stílhreint – skrifstofuhúsgögn til ahendingar strax

Viltu bæta vellíðan og samvinnu á skrifstofunni, styrkja vörumerkið þitt og verða aðlaðandi vinnuveitandi? Fjárfestu þá í vönduðum skrifstofuhúsgögnum og það fylgir í kjölfarið. Það er eins einfalt og það hljómar, sérstaklega ef þú velur eina af þessum 5 hönnunarhugmyndum okkar. Hér geturðu séð nýtískulega samsetningu af svörtu og eik sem er eins og nafnið gefur til kynna – nútímaleg og stílhrein. Það besta við hana er: Allt sem þú sérð á myndunum og hér að neðan er til á lager og til afhendingar strax.

Vinnuvistvænir vinnustaðir

Auðveldasta leiðin til að gera fyrirtækið vinnuvistvænna er að velja húsgögn sem leyfa þér að breyta um vinnustellingu. Í þeim flokki eru hæðarstillanleg skrifborð sem gera mögulegt að skipta á milli þess að sitja eða standa við vinnuna með því að ýta á hnapp.

Það er líka kostur að geta skipt á milli þess að nota hefðbundinn skrifstofustól og virkan stól þar sem líkaminn þarf að reyna á sig, en samt án þess að þú finnir fyrir því. Allt með velferð starfsfólksins í huga.

Samverurými með setustofuhúsgögnum

Manneskjur eru félagsverur sem þrífast vel í samfélagi við aðra – og samskipti við samstarfsfólkið er í raun aðalástæðan fyrir því að margir velja skrifstofuna fram yfir að vinna heiman frá sér. Það er auðvelt að styðja við þessar jákvæðu tilfinningar í umhverfi þar sem fólk slakar á saman.
Setustofa með sófa, hægindastólum og lágum borðum stuðlar bæði að vellíðan og hópefli og hentar jafn vel fyrir kaffihlé eins og óformlega fundi með samstarfsfólki og viðskiptavinum. Með öðrum orðum, nauðsynleg fyrir vinnustaðinn.

Sveigjanlega innréttað fundarherbergi

Kröfurnar sem gerðar eru til fundarherbergisins eru fjölbreyttar. Innanhússhönnunin þarf að vera hagnýt, örva sköpunargáfuna og vera aðlögunarhæf fyrir bæði litla og stóra hópa, sem og fyrir kynningar, umræður og vinnustofur af ýmsu tagi, þar á meðal fundi í egin persónu, veffundi og blandaða fundi.
Sporöskjulega borð gera auðvelt fyrir alla fundargesti að sjá hverja aðra og stólar með lágu stólbaki gefa rýminu léttara yfirbragð. Bættu við réttu tússtöflunni, nýsigögnum og hljóðdempandi innréttingum til að ná sem bestum árangri.

Góð afskermun og hljóðdempun

Í opnum rýmum þurfa innréttingarnar að hjálpa starfsfólkinu að halda einbeitingu. Þunn skilrúm á skrifborðunum geta skipt sköpum með því að skýla starfslólki gegn hljóð- og sjónrænum truflunum.

Við bjóðum einnig upp á lausn ef halda þarf stutta fundi á miðjum vinnustaðnum án þess að trufla samstarfsfólkið. Þú getur stillt upp tveimur hljóðdempandi hægindastólum með háar hliðar á móti hvorum öðrum og þannig búið til næði fyrir fámenna fundi.

Geymslupláss og afskermun í einu húsgagni

Hillur og skápar geta gegnt öðrum hlutverkum á skrifstofunni. Fyrir utan að bjóða upp á hagnýtt geymslupláss og halda röð og reglu á skrifstofunni er einnig hægt að nota frístandandi hillur og skápa sem skilrúm til að fullnýta opið skrifstofurými og skipta því upp í aðskilin svæði.

Það stuðlar einnig að betra hljóðumhverfi á skrifstofunni. Fleiri notkunarmöguleikar hafa þvi fleiri kosti í för með sér.