Fataskápar í miklu úrvali

Fataskápar

Á vinnustöðum og almenningsstöðum þar sem skipta þarf um föt er nauðsynlegt að bjóða upp á fataskápa, til dæmis í verksmiðjum, skólum, líkamsræktarstöðvum eða íþróttahúsum. AJ Vörulistinn er með fjölbreytt úrval af fataskápum í mörgum mismunandi útgáfum, þar sem þú getur fundið skápa sem henta þínum þörfum eða fjárhag best. Hafðu samband við okkur og við hjálpum þér að finna rétta skápinn!

Skápar undir persónulegar eigur

Við bjóðum upp á slitsterka stálskápa sem fáanlegir eru í einum eða allt að fjórum hlutum. Þeir sóma sér jafn vel í móttökunni eins og á skrifstofunni eða í búningsklefum í íþróttahúsum eða líkamsræktarstöðvum. AJ Vörulistinn er með fataskápa með eða án fóta eða með áföstum bekk og skápa sem eru innréttaðir með hattahillum og fataslám - svo nokkur afbrigði séu nefnd. Skáparnir eru duftlakkaðir sem gefur þeim endingargott yfirborð sem þolir mikið álag.

Ekki láta þessa vöruflokka framhjá þér fara

Bekkir og krókalistarLæsingar