Pakki
Mynd af vöru

Pakki: Vinnuborð

1600x750 mm, topphilla + verkfæraspjald

Vörunr.: 202127
  • Aðgengileg hirsla
  • Sveigjanleg lausn
  • Með hillu og verkfæraspjald
Sterkbyggt pökkunarborð búið efri hillu með 6 skilrúmum og verkfæraspjaldi (krókar eru seldir sér). Handstillanleg undirstaða. Þú getur bætt miklu úrvali af aukahlutum við borðið (seldir sér).
Lengd (mm)
130.073
Með VSK

Vörulýsing

Pakkalausn með sniðugt geymslurými sem gerir vinnuna auðveldari og einfaldari. Pökkunarborðið er tilvalið fyrir pökkunarvinnu og létta samsetningarvinnu. Efri hillan og verkfæraspjaldið eru tilvalin til að geyma hluti sem þú vilt hafa við höndina við vinnuna.

Hillunni má skipta niður í lítil geymsluhólf með því að nota skilrúmin sem eru innifalin. Verkfæraspjaldið er með ferningslaga götum til þess að hengja upp mismunandi króka og haldara. Spjaldið er hannað þannig að auðvelt sé að hengja upp og færa til krókana eftir þörfum.

Bæði borðplatan og hillan eru með slitsterkt yfirborð úr viðarlíki. Viðarlíkið veitir vörn gegn rispum og raka auk þess að vera auðvelt í þrifum. Grindurnar og verkfæraspjaldið eru gerð úr duftlökkuðu stáli. Duftlakkið býður upp á harðgert og slitsterkt yfirborð.

Vinnuhæðina má stilla handvirkt þannig að vinnuhæðin verði sem þægilegust. Ekki gleyma að bæta við vinnumottu á gólfið til að koma í veg fyrir meiðsli og óþarfa álag á líkamann.

Skjöl