Skrifborðshjól

Svart

Vörunr.: 23400
  • Æfðu á meðan þú vinnur!
  • Örvar blóðrásina
  • Hljóðlátt og meðfærilegt
Þú getur unnið og æft á sama tíma! Með því að nota æfingahjól við skrifborðið á meðan þú vinnur örvar þú blóðrásina og brennir hitaeiningum, sem er bæði gott fyrir heilsuna og eykur afkastagetuna. Hjólið er hljóðlátt og er með skjá sem sýnir, meðal annars, bæði tíma og vegalengd.
120.987
Með VSK
7 ára ábyrgð

Vörulýsing

Skiptu á milli þess að sitja, standa eða hjóla við vinnuna!

Þú þarft ekki að æfa á fullum hraða til að njóta góðs af því að hjóla. Hægur en stöðugur hraði er nóg til að koma blóðinu á hreyfingu.
Kyrrsetuvinna gerir þig fljótar þreyttan þar sem líkaminn er í sömu stellingu allan tímann. Það að sitja og standa til skiptis er frábær leið til að auka starfsorkuna þar sem líkaminn er á hreyfingu. Þú getur svo gengið enn lengra með því að hjóla við vinnuna. Það gefur líkamanum meiri orku, eykur súrefnismagnið, brennir fleiri hitaeiningum og bætir blóðflæðið. Það er gott fyrir heilsuna og hjálpar þér að einbeita þér betur.

Hjólið er með breytilega sætishæð sem hentar fólki sem er á milli 155 og 195 sm á hæð og vegur að hámarki 110 kg. Þú þarft hæðarstillanlegt skrifborð til að geta notað hjólið og lágmarksborðhæðin er 100 sm. Þú getur stillt mótstöðuna á fótstiginu og skjárinn sýnir, meðal annars, tíma, hraða, vegalengd og fjölda hitaeininga sem þú brennir á meðan þú hjólar.

Æfingahjólið er á hjólum sem gerir auðveldara að færa það til meðan það er ekki í notkun. Það gerir öllum starfsmönnum á vinnustaðnum mögulegt að skiptast á að nota hjólið yfir vinnudaginn!

Að sjálfsögðu geturðu ráðið hversu mikið þú vilt nota skrifborðshjólið. Það eru vissulega verkefni sem betra er að vinna við ef þú ert ekki á hreyfingu. Ef þú þarft að einbeita þér sérstaklega vel að einhverju verkefni geturðu alltaf hætt að hjóla og setið kyrr - og byrjað aftur að hjóla þegar því er lokið. Hjólið er mjög hljóðlátt og truflar því ekki samstarfsmenn þína með hávaða.
Skiptu á milli þess að sitja, standa eða hjóla við vinnuna!

Þú þarft ekki að æfa á fullum hraða til að njóta góðs af því að hjóla. Hægur en stöðugur hraði er nóg til að koma blóðinu á hreyfingu.
Kyrrsetuvinna gerir þig fljótar þreyttan þar sem líkaminn er í sömu stellingu allan tímann. Það að sitja og standa til skiptis er frábær leið til að auka starfsorkuna þar sem líkaminn er á hreyfingu. Þú getur svo gengið enn lengra með því að hjóla við vinnuna. Það gefur líkamanum meiri orku, eykur súrefnismagnið, brennir fleiri hitaeiningum og bætir blóðflæðið. Það er gott fyrir heilsuna og hjálpar þér að einbeita þér betur.

Hjólið er með breytilega sætishæð sem hentar fólki sem er á milli 155 og 195 sm á hæð og vegur að hámarki 110 kg. Þú þarft hæðarstillanlegt skrifborð til að geta notað hjólið og lágmarksborðhæðin er 100 sm. Þú getur stillt mótstöðuna á fótstiginu og skjárinn sýnir, meðal annars, tíma, hraða, vegalengd og fjölda hitaeininga sem þú brennir á meðan þú hjólar.

Æfingahjólið er á hjólum sem gerir auðveldara að færa það til meðan það er ekki í notkun. Það gerir öllum starfsmönnum á vinnustaðnum mögulegt að skiptast á að nota hjólið yfir vinnudaginn!

Að sjálfsögðu geturðu ráðið hversu mikið þú vilt nota skrifborðshjólið. Það eru vissulega verkefni sem betra er að vinna við ef þú ert ekki á hreyfingu. Ef þú þarft að einbeita þér sérstaklega vel að einhverju verkefni geturðu alltaf hætt að hjóla og setið kyrr - og byrjað aftur að hjóla þegar því er lokið. Hjólið er mjög hljóðlátt og truflar því ekki samstarfsmenn þína með hávaða.

Fjölmiðlar

Smámynd vörumyndbands 1

Skjöl

Vörulýsing

  • Sætis hæð:800-900 mm
  • Lengd:750 mm
  • Breidd:470 mm
  • Litur:Svartur
  • Hámarksþyngd:110 kg
  • Ráðlagður fjöldi fólks við samsetningu:1
  • Áætlaður tími fyrir afpökkun og samsetningu/einstaklingur:15 Min
  • Þyngd:16,8 kg
  • Samsetning:Ósamsett