Pakki
Mynd af vöru

Skrifstofupakki: Hæðarstillanlegt skrifborð Nomad + vinnumotta Stand

Vörunr.: 110221
  • Hæðarstillanlegt skrifborð
  • Vinnuvistvæn motta
  • Lausn sem sparar pláss
Rafdrifið, hæðarstillanlegt og fyrirferðalítið skrifborð og vinnuvistvæn vinnumotta sem eykur þægindin þegar unnið er standandi. Tilvalinn pakki fyrir smærri skrifstofur.
228.639
Með VSK

Vörulýsing

Þessi pakki er fullkominn fyrir smærri skrifstofur sem vilja innleiða meiri hreyfingu fyrir starfsmenn yfir vinnudaginn. Skrifborðið tekur lítið pláss og gerir þér kleift að skapa vinnuvistvænt umhverfi, jafnvel þar sem rýmið er þröngt.

Skrifborðið er nýtískulegt og stílhreint í útliti og í áberandi svörtum og hvítum litum. Borðplatan er með svartar brúnir og hvítt yfirborð úr viðarlíki sem er endingargott og auðvelt í þrifum.

Hæðarstillanlegur, svartlakkaður stálramminn er prófaður og samþykktur í samræmi við EN 527-2 og EN 527-3 sem stendur fyrir kröfur um öryggi, stöðugleika og styrkleika vélbúnaðar. Með því einfaldlega að þrýsta á einn hnapp getur þú lagað vinnuhæð skrifborðsins að þeirri stöðu sem er þægilegust fyrir þig. Einnig getur þú skipt á milli sitjandi og standandi stöðu.

Vinnumottan dregur úr álagi á bak, fótleggi og fætur á meðan unnið er standandi. Innra byrði mottunar samanstendur af mjög mjúkum og gljúpum vínil. Efsta lagið er gert úr slitsterku PET sem veitir vörn gegn óhreinindum. Undirlag mottunnar er með hálkuvörn.

Skjöl

Hala niður umgengnisupplýsingum