Skoðaðu kennslustofur þar sem litir gegna mikilvægu hlutverki
Við leiðum þig í gegnum 18 sérhannaðar kennslustofur sem taka tillit til barna með taugaþroskaröskun og eru hannaðar með ítarlegri þekkingu á áhrifum litafræði á tilfinningar og hegðun. Við viljum hvetja og hjálpa til við að skapa skólaumhverfi sem hefur góð áhrif á alla.

Skoðaðu nánar skapandi kennslustofur í grunnskólum þar sem notkun bleikra, gulra og fjólublárra lita getur stuðlað að jákvæðu námsumhverfi sem hvetur til samvinnu.
Skýrleiki
Hvítur eða ljósgrár bakgrunnur minnkar augnþreytu og stuðlar að bættri einbeitingu, sérstaklega í löngum kennslustundum. Litirnir endurvarpa ljósinu, sem heldur okkur vakandi og skýrum í hugsun.


Einbeiting
Náttúrulegir litir stuðla að afslöppuðu andrúmslofti sem hjálpar nemendunum að einbeita sér. Grænir litir styrkja tenginguna við náttúruna og róandi og græðandi eiginleika hennar. Þeir hafa endurnærandi áhrif á okkur og henta því mjög vel fyrir flestar kennslustofur.