Sköpun og skólastarf
Þessi kennslustofa er hönnuð til að virkja sköpunargáfu nemenda í gegnum samvinnu. Með bleikum, gulum og fjólubláum tónum leggjum við áherslu á gleðina og hlýjuna sem myndast við samstarfið. Kennslustofan er full af fjölnota svæðum sem gera öllum auðvelt að finna sér stað. Og að sjálfsögðu eru allir fletir aðlagaðir að fjölbreyttum hópi einstaklinga og ólíkum námsþörfum þeirra.
Frá hugmynd til kennslustundar
Vilt þú skapa námsumhverfi sem fullnýtir rýmið í skólanum og hjálpar nemendum og kennurum að dafna og líða vel? Við hjá AJ Vörulistanum hjálpum þér með ánægju að þróa lausnir sem ná þessum markmiðum.
Góð ráð fyrir skapandi kennslustofur:
Fjölbreyttir sætamöguleikar
Stillanlegir stólar og fjölbreytt borðauppröðun sem nota má fyrir heilan bekk, hópavinnu eða fyrir einstaklingsvinnu í aðskildum básum.
Fleiri ráð:
- Öðruvísi setuhúsgögn: Jafnvægisstólar, pilatesboltar, hægindastólar og skrifborð á hjólum.
- Sveigjanleg borð: Hæðarstillanleg borð sem gera það mögulegt að skipta milli þess að sitja eða standa við vinnuna.
- Lestrarhorn: Mjúkir stólar og sófar þar sem hægt er að slaka á og einbeita sér að vinnunni.
Geymslusvæði
Sameiginleg nemendageymsla, sem afmarkaðar svæði, þar sem nemendurnir geta haldið utan um dótið sitt og tekið sér stutt hlé. Nýtist líka sem svæði fyrir kynningar!
Fleiri ráð:
- Vel merkt og aðgengileg geymsla: Minnkar óreiðu og auðveldar nemendunum að finna hlutina sína.
- Bekkir með innbyggðu geymsluplássi: Koma í veg fyrir að nemendurnir þurfi að ganga um kennslustofuna, sem dregur úr truflunum og heldur kennslustofunni snyrtilegri og vel skipulagðri.
Hóparými
Með sveigjanlegum húsgögnum geta nemendur unnið í pörum, einir og sér, eða í stærri hópum, hvað sem hentar hverju verkefni. Þarna geta verið húsgögn á hjólum eða borð sem auðvelt er að raða upp á mismunandi vegu.
Fleiri ráð:
- Filttappar undir húsgögnum: Draga úr hljóðum frá stólum og borðum og tryggja betri hljóðvist.
- Gluggatjöld: Deyfa hávaða og stilla birtustigið.
- Hljóðdempandi þil: Fyrir veggi og loft til að draga úr hávaða og bergmáli.
Sjáðu hvernig gekk þegar Magister Nordström sýndi eina af draumakennslustofunum okkar fyrir nemendur í öðrum bekk.
Lestrarhorn
Setustofuhúsgögn í kennslustofunni skapa afslappað og heimilislegt andrúmsloft. Það er mikill kostur fyrir nemendur sem þurfa að slaka á.
Fleiri ráð:
- Ljósdemparar: Til stjórna birtustiginu.
- Náttúruleg lýsing: Með möguleika á myrkvun ef þörf krefur (gluggatjöld, sólhlífar) .
- Gerviplöntur eða lifandi plöntur: Draga úr hávaða og hafa róandi áhrif.
- Hljóðdempandi þil á veggjum og í loftinu: Deyfa hljóð og draga úr endurómun.
Þrepasæti
Tröppusæti gefa nemendunum annan valkost sem hjálpar þeim bæði að einbeita sér og að vinna með öðrum. Einnig tilvalið fyrir margs konar athafnir, sýningar og kynningar.
Fleiri hagnýt ráð:
- Staðsetning: Forðastu að staðsetja vinnustöðvar alveg við glugga. Það getur verið truflandi fyrir suma nemendur.
- Skynjunarleikföng: Til að halda eirðarlausum fingrum uppteknum.
- Hafðu veggskreytingar í lágmarki: Til að draga úr sjónrænu áreiti.
- Ljóskastarar: Hengiljós yfir ákveðin svæði, eins og lestrarhorn. Þetta bætir aðstæður nemenda og heldur húsgögnunum á sínum stað, án þess þó að draga úr sveigjanleika.
- Blanda af opnum og lokuðum geymslum: Til að brjóta upp hljóðbylgjur.
- Skrifborðshjól eða fótarólur: Til að styðja við hreyfiþörf barnanna.
- Skermar og skilrúm: Til að búa til aðskildar vinnustöðvar.
Til að fá meiri upplýsingur um hvernig við getum hjálpað þér – geturðu haft beint samband við okkur:
Sími: +354-5576050
E-mail: ajvorulistinn@bender.is