Sköpun og skólastarf

Frá hugmynd til kennslustundar

Góð ráð fyrir skapandi kennslustofur:

Fjölbreyttir sætamöguleikar

  • Öðruvísi setuhúsgögn: Jafnvægisstólar, pilatesboltar, hægindastólar og skrifborð á hjólum. 
  • Sveigjanleg borð: Hæðarstillanleg borð sem gera það mögulegt að skipta milli þess að sitja eða standa við vinnuna.
  • Lestrarhorn: Mjúkir stólar og sófar þar sem hægt er að slaka á og einbeita sér að vinnunni.

Geymslusvæði

  • Vel merkt og aðgengileg geymsla: Minnkar óreiðu og auðveldar nemendunum að finna hlutina sína.
  • Bekkir með innbyggðu geymsluplássi: Koma í veg fyrir að nemendurnir þurfi að ganga um kennslustofuna, sem dregur úr truflunum og heldur kennslustofunni snyrtilegri og vel skipulagðri.

Hóparými

  • Filttappar undir húsgögnum:  Draga úr hljóðum frá stólum og borðum og tryggja betri hljóðvist.
  • Gluggatjöld: Deyfa hávaða og stilla birtustigið.
  • Hljóðdempandi þil: Fyrir veggi  og loft til að draga úr hávaða og bergmáli.

Sjáðu hvernig gekk þegar Magister Nordström sýndi eina af draumakennslustofunum okkar fyrir nemendur í öðrum bekk.

Lestrarhorn

  • Ljósdemparar: Til stjórna birtustiginu.
  • Náttúruleg lýsing: Með möguleika á myrkvun ef þörf krefur (gluggatjöld, sólhlífar) .
  • Gerviplöntur eða lifandi plöntur: Draga úr hávaða og hafa róandi áhrif.
  • Hljóðdempandi þil á veggjum og í loftinu: Deyfa hljóð og draga úr endurómun.

Þrepasæti

Fleiri hagnýt ráð:

  • Staðsetning: Forðastu að staðsetja vinnustöðvar alveg við glugga. Það getur verið truflandi fyrir suma nemendur.
  • Skynjunarleikföng: Til að halda eirðarlausum fingrum uppteknum. 
  • Hafðu veggskreytingar í lágmarki: Til að draga úr sjónrænu áreiti.
  • Ljóskastarar: Hengiljós yfir ákveðin svæði, eins og lestrarhorn. Þetta bætir aðstæður nemenda og heldur húsgögnunum á sínum stað, án þess þó að draga úr sveigjanleika.
  • Blanda af opnum og lokuðum geymslum: Til að brjóta upp hljóðbylgjur.
  • Skrifborðshjól eða fótarólur: Til að styðja við hreyfiþörf barnanna.
  • Skermar og skilrúm: Til að búa til aðskildar vinnustöðvar.


Til að fá meiri upplýsingur um hvernig við getum hjálpað þér – geturðu haft beint samband við okkur: