Norrænt og friðsælt – skandinavískur stíll fyrir sveigjanlegan vinnustað
Hér má sjá hugmynd að friðsælli skrifstofu með norrænt yfirbragð þar sem húgögn í birki-, hvítum og gráum litum skapa samræmt og afkastamikið vinnuumhverfi. Hér geturðu séð nokkar leiðir til að innrétta skrifstofuna með fjölbreytni og sveigjanleika í huga, þar sem tekið er tillit til þess hvernig fólk hreyfir sig á skrifstofunni.

Litlar vinnustöðvar eru hentugar fyrir stuttar vinnustundir
Á skrifstofum þar sem áhersla er lögð á sveigjanlega vinnu og starfsfólkið situr ekki við skrifborðið allan daginn er samræmdur stíll – allt frá einstökum vinnustöðvum til fundarherbergja- fullkominn til að skapa ró og viðhalda einbeitingu. Jafnvel þótt fólk sé á stöðugri hreyfingu. Að skipta út hefðbundnum skrifborðum fyrir minni gerðir þýðir einnig að hægt er að nýta rýmið til fulls.
Dálítill gróður gerir kraftaverk
Plöntur eru einföld og hagkvæm leið til að lífga upp á umhverfið og gera andrúmsloftið enn friðsælla. Gróður gerir skrifstofuna ekki aðeins líflegri heldur eykur einnig vellíðan. Plönturnar gefa starfsfólki tilfinningu um nálægð við náttúruna og eru tilvalin viðbót við norrænan, minimalískan stíl.
Að vinna í óformlegu umhverfi
Með góðum setustofuhúsgögnum er hægt að halda fundi í afslappaðra umhverfi. Í CLEAR sófanum er hægt að hlaða rafeindatæki beint með innbyggðri USB-innstungu, sem einfaldar alla vinnu sem ekki er unnin við fundarborð eða skrifborð.