Einfalt og glæsilegt – skilrúm í náttúrulitum skapa friðsælt andrúmsloft
Þessi hugmynd að skrifstofuhönnun er í grunninn einföld en býður samt upp á eitthvað aukalega sem gerir umhverfið áhugavert og notalegt. Hér eru gólfskilrúm og geymsluhúsgögn notuð til að skipta rýminu niður í minni svæði sem örva einbeitinguna með hjálp grænna lita.

Litir sem stuðla að rólegu umhverfi og bættri einbeitingu
Í minimalísku umhverfi er gott að nota náttúrulega liti til að bæta inn í það litum án þess að skapa of miklar andstæður. Grænir litir geta líka haft afslappandi áhrif og bætt einbeitingu.
Hagnýt húsgögn sem skapa gott hljóðumhverfi
Notkun gólfskilrúma er áhrifarík leið til að draga úr kliði frá samtölum og aðskilja vinnustöðvar á auðveldan hátt. Þau stuðla ekki aðeins að rólegra andrúmslofti, heldur skapa einnig svæði þar sem starfsfólk getur einbeitt sér án truflunar.
Til að halda opnu skrifstofurými aðeins aðskildu er einnig tilvalið að staðsetja geymsluhúsgögn á ákveðnum stöðum.
Óformlegur staður fyrir vinnu og slökun
Sveigjanleiki á vinnustaðnum getur þýtt að starfsfólkið sitji á öðrum stöðum en við skrifborðið sitt. Það getur, sem dæmi, fært sig yfir í sófa, sem er óformlegra vinnusvæði til að eiga fundi eða símtöl. START sófinn er fullkominn valkostur fyrir þannig vinnustaði þar sem hann er hannaður fyrir bæði slökun og vinnu.