• Góð þjónusta
  • 14 daga skilafrestur
  • 3 ára ábyrgð
0
Fara í körfu
Verð með VSK (Skipta)
Verð
Verð/stk
Fjöldi
Vöruheiti
Karfan er tóm
Verð án VSK
0
Til greiðslu
Bæta við‏

Um AJ Vörulistann

Upplýsingar

Bender ehf. er umboðsaðili sænska fyrirtækisins AJ Produkter AB á Íslandi. AJ Produkter rekur 30.000 m2 vöruhús í Halmstad í suðurhluta Svíþjóðar. Við fáum hálfsmánaðarlegar gámasendingar frá þessu vöruhúsi og því eru 95% pantana afhentar 1-3 vikum eftir pöntun. Þetta á þó ekki við um sérpantanir af vörum sem eru ekki í vörulistanum okkar. Til að fá vörulistann okkar sendan má smella hér.

Bender ehf. var stofnað 17. janúar árið 2002 og hóf sölu húsgagna árið 2004. Fyrirtækið er að mestu leyti póstverslun en hefur einnig fært sig í átt að netverslun á síðustu árum. Við bjóðum góða þjónustu og mikið úrval af vörum m.a. fyrir skrifstofur, skóla, bókasöfn, verslanir, iðnað og vöruhús. Starfsmenn fyrirtækisins koma í heimsókn ef þess er óskað, veita ráðgjöf og koma með hugmyndir að lausnum.  Einnig bjóðum við upp á að teikna inn í rými en það er háð því að verslað sé við Bender ehf. Í fyrirtækinu starfar lýðheilsufræðingur og kennari sem veitir ráðgjöf á sviði vinnuverndar.

Opnunartími og þjónusta

Bender ehf. er með skrifstofu og sýningarsal. Í sýningarsalnum er að finna þversnið af vöruúrvali Bender ehf. og lager fyrir vinsælustu vörurnar ásamt helstu varahlutum.

Sýningarsalur okkar er opinn alla virka daga frá 9:00-18:00.
Bender ehf./AJ vörulistinn
Barðastöðum 1-5
112 Reykjavík
Sími: 557-6050, Fax: 557-9050
Netfang: ajvorulistinn@bender.is