Skúffueining Flexus, með statífi fyrir hengimöppur, dýpt: 600 mm, beyki
Litur:
Veldu Litur!
Velja...
Beyki
Grár
Hvítur
50.889
Verð með VSK
- Viðarlíki á öllum hliðum
- Inniheldur möppuhaldara
- Stækkar borðplássið
Skúffuskápur í skrifborðshæð með læsanlegar skúffur, möppuhaldara í neðstu skúffunni, grá handföng úr áli og miðlæsingu.
Þetta er AJ Vörulistinn

- Upplýsingar um vöru
- Vörur í sömu línu
- Greiðsla og afhending
Nánari vörulýsing
Þessi stílhreini, fyrirferðalitli skúffuskápur úr Flexus húsgagnalínunni býður upp á hagnýtt geymslupláss og er góð viðbót við vinnustöðina án þess að taka of mikið pláss. Hún passar fullkomlega við aðrar vörur í Flexus línunni en vegna þess að hún er fáanleg í mismunandi útgáfum af viðarlíki, er auðvelt að nota hana með flestum húsgögnum.
Skúffurnar fjórar eru með glæsileg, grá álhandföng. Botnskúfan er stærri og er búinn sniðugum möppuhaldari sem rúmar hengimöppur í A4 stærð. Hillueiningin er með stillanlega fætur svo hún stendur stöðug á ójöfnum gólfum.
Þú getur staðsett skápinn við hliðina á skrifborðinu til að stækka vinnurýmið eða, þar sem hún er klædd með viðarlíki á öllum hliðum, látið hana standa eina og sér í opnu skrifstofurými. Viðarlíkið er endingargott og auðvelt í þrifum. Miðlæsingin læsir öllum skúffunum á sama tíma og leyfir þér að geyma skrifstofugögnin í öruggri geymslu.
Flexus húsgögnin eru hönnuð fyrir fólk sem er að leita að húsgögnum sem eru endingargóð, þarfnast lítils viðhalds og er auðvelt að laga að aðstæðum! Með því að velja Flexus og þá mörgu notkunarmöguleika sem hún býr yfir er auðvelt að sníða skrifstofuna að þínum þörfum. Skrifstofulínan inniheldur allt frá fundarborðum og skápum yfir í færanlegar skúffueiningar og borð sem passa jafnt í smærri skrifstofur sem og á stærri vinnustaði. Með Flexus geturðu búið til geymslulausn sem er sérsniðin að þínum þörfum og óskum. Veldu skrifborð, bættu við skúffuskáp og bókaskáp og veldu svo hurðir á þá sem henta þér. Vantar þig lokaða geymslu? Veldu hurðir sem loka einingunni að fullu. Vilta frekar opna geymslu? Veldu hurðir sem loka hillunni að hluta eða hafðu eininguna án hurða. Þú getur bætt við skjalageymslum eða skúffueiningum til að gera geymsluna enn skipulagðari. Með fimm útgáfur af viðarlíki í boði er auðvelt að velja saman liti eftir eigin höfði!
-
Fylgiskjöl
Vörulýsing
Hæð: | 720 mm |
Breidd: | 400 mm |
Dýpt: | 600 mm |
Litur: | Beyki , Grár , Hvítur |
Litakóði: | D 8685 M , D 8902 PR , U 164 PE |
Efni: | Viðarlíki |
Fjöldi skúffur: | 4 |
Þyngd: | 32 kg |
Samsetning: | Samsett |
Ábyrgð: | 3 ár |
Lesa meira
Aðrar vörur í þessari línu Flexus